Fótbolti

Mestar líkur á úrslitaleik milli Liverpool og Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Liverpool liðið hefur breyst mikið síðan að Cristiano Ronaldo mætti því síðast árið 2014.
Liverpool liðið hefur breyst mikið síðan að Cristiano Ronaldo mætti því síðast árið 2014. Vísir/Getty
Liverpool slapp við stórliðin Real Madrid og Bayern München og það eru nú mestar líkur á því að Liverpool komist í úrslitaleikinn á Ólympíuleikvanginum í Kiev ef marka má spænska fótboltastærðfræðinginn Mister Chip.

Flestir eru á því að Liverpool hafi nú haft heppnina með sér í þessum drætti en alveg eins og menn þótti liðið óheppið að dragast á móti Manchester City í átta liða úrslitunum.

Liverpool kláraði Manchester City sannfærandi 5-1 en nú er spurning hvort liðið lendi í meiri vandræðum sem stærra liðið.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo hefur nú reiknað út sigurlíkur liðanna fjögurra sem keppa í undanúrslitum Meistaradeildarinna í ár.

Liverpool er með 60 prósent sigurlíkur á móti ítalska liðunu AS Roma og sigurlíkur Real Madrid liðsins eru 55 prósent á móti Bayern München.









Mister Chip, eins og Alexis Martín-Tamayo vill láta kalla sig, hefur einnig fundið út hvaða úrslitaleikur er líklegastur.

Það eru 33 prósent líkur á því að Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleiknum í Kiev 26. maí næstkomandi en 27 prósent likur á því að Liverpool mæti Bayern München.

Minnstar líkur eru á úrslitaleik á milli Bayern München og AS Roma en aðeins líklegra er að Real Madrid spili við AS Roma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×