Erlent

Skjóta á Sýrland fyrr eða síðar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Epa
Óljóst er hvenær Bandaríkin ætla að ráðast í hernaðaraðgerðir gegn stjórnarher Bashars al-Assad Sýrlandsforseta eftir meinta efnavopnaárás laugardagsins. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í gær.

„Ég sagði aldrei hvenær við myndum ráðast á Sýrland. Það gæti gerst mjög bráðlega eða bara alls ekki bráðlega,“ tísti Trump.

Hann hafði áður sagt Rússum að undirbúa sig undir að skjóta bandarískar eldflaugar niður, eins og Rússar höfðu sjálfir lofað að gera.

Assad-liðar neita því að hafa gert umrædda árás.




Tengdar fréttir

Allt á suðupunkti eftir efnavopnaárás

Bandaríkin og Rússland í hár saman vegna meintrar efnavopnaárásar. Donald Trump segir von á eldflaugaskotum. WHO heimtar aðgang að árásarvettvangi. Merkel harmar árangursleysi öryggisráðs SÞ. Rússneskir þingmenn munu funda með Assad Sýrlandsforseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×