Dísilbann skiptir borgarbúum í tvennt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Svifryk hefur leikið Reykvíkinga grátt að undanförnu. VÍSIR/ERNIR Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Fjörutíu og fjögur prósent þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru andvíg banni við notkun dísilbíla fyrir árið 2030. Litlu færri, eða 39 prósent, eru hlynnt slíku banni. Sautján prósent segjast hlutlaus. Fjölmargar þjóðir og borgir hafa boðað bann við notkun bifreiða sem knúnar eru af jarðefnaeldsneyti til að stuðla að hraðari orkuskiptum í samgöngum. Rökstuðningur fyrir slíku banni er yfirleitt með vísunum í bætta heilsu fólks með minna svifryki og að þetta sé mikilvæg aðgerð til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Víðast hvar er stefnt á að innleiða slíkt bann á árunum 2025 til 2040. Á Íslandi er stefnan sú að árið 2030 verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í samgöngum 40 prósent.Þegar rýnt er í svörin í könnun Fréttablaðsins, sem náði til 800 manns með lögheimili í Reykjavík og valdir voru með slembiúrtaki úr þjóðskrá, er ljóst að mikill hluti Reykvíkinga hefur skoðun á málinu en 91 prósent aðspurðra tók afstöðu til spurningarinnar, aðeins 5 prósent voru óákveðin. Athygli vekur að nánast sömu niðurstöður blasa við þegar spurðir eru einstaklingar á aldrinum 18 til 49 ára og 50 ára og eldri. Í báðum aldursbilum eru 39 prósent hlynnt banni en 45 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri eru andvíg banni. „Það kemur aðeins á óvart hvað það eru margir hlynntir slíku banni. Ég geri ráð fyrir því að það sé vegna þess hve mikil umræða hefur verið um sótmengun frá dísilbílum,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður Umhverfis- og skipulagsráðs. Hjálmar kveðst hafa ákveðnar efasemdir um að bann sé endilega rétta leiðin í þessum efnum. Vænlegra sé að haga málum þannig að hagstæðara verði að kaupa rafdrifna bíla.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00 Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Vegagerðin kveðst vonast til að svifryk minnki á næstunni Kröfur til slitþols vega hafa aukist undanfarin misseri. Áhrifin eiga eftir að koma enn skýrar fram, vonandi í minna svifryki, segir verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Ólíklegt að dragi úr svifryki með steyptum götum. 14. mars 2018 06:00
Varhugavert að fara út að skokka á verstu dögum Sex daga í ár hefur svifryk í Reykjavík farið yfir sólarhringsheilsumörk. Svifrykið getur aukið líkur á blóðtöppum og hjartaáföllum. Lagasetningu þarf til að hægt sé að draga úr umferð. Unnið er að breytingum á umferðarlögum. 13. mars 2018 06:00