Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 20:33 Yulia Skripal. Vísir/AFP Yulia Skripal segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl en segir engan tala fyrir hana né föður hennar. Þetta er haft eftir Yuliu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Yulia er dóttir fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal. Hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Englandi í síðasta mánuði. Greint hefur verið frá því að taugaeitrið Novichok hefði fundust á hurðarhúni á heimili þeirra og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Yulia var útskrifuð af sjúkrahúsi á mánudag en hún segir föður sinn enn þungt haldinn. Lögreglan í Bretlandi sendi tilkynningu á fjölmiðla þar sem vitnað er í Yuliu. Hún segist hafna aðstoð frá rússneska sendiráðinu í Lundúnum enn sem komið er. Hún hefur verið flutt á leynilegan stað en hún segist hafa aðgang að fjölskyldu sinni og vinum. Á meðan hún var á sjúkrahúsi veitti frænka hennar, Viktoria Skripal, rússneskum fjölmiðlaveitunni Interfax viðtal þar sem hún sagði Yuliu hafa ætlað að sækja um pólitískt hæli, en vissi þó ekki hjá hvaða landi. Yulia segir þó í yfirlýsingunni að enginn tali fyrir hennar hönd né föður hennar. „Ég hef ekki náð nægum styrk til að veita viðtal, en vonast til að geta það einn daginn. Þangað til vil ég ítreka að enginn talar fyrir okkar hönd. Ég vil þakka frænku minni Viktoriu fyrir að hugsa til okkar, en ég bið hana um að heimsækja mig ekki eða að reyna að hafa samband við mig að svo stöddu.“ Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Yulia Skripal segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl en segir engan tala fyrir hana né föður hennar. Þetta er haft eftir Yuliu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en Yulia er dóttir fyrrverandi njósnarans Sergei Skripal. Hún og faðir hennar fundust meðvitundarlaus á bekk í Salisbury á Englandi í síðasta mánuði. Greint hefur verið frá því að taugaeitrið Novichok hefði fundust á hurðarhúni á heimili þeirra og hafa yfirvöld Bretlands og annarra ríkja sakað yfirvöld Rússlands um að gera árásina. Bretar segja taugaeitrið hafa verið framleitt í Rússlandi og segjast hafa heimildir fyrir því að undanfarin ár hafi yfirvöld Rússlands unnið að leiðum til að ráða fólk af dögum með þessu tiltekna taugaeitri. Yulia var útskrifuð af sjúkrahúsi á mánudag en hún segir föður sinn enn þungt haldinn. Lögreglan í Bretlandi sendi tilkynningu á fjölmiðla þar sem vitnað er í Yuliu. Hún segist hafna aðstoð frá rússneska sendiráðinu í Lundúnum enn sem komið er. Hún hefur verið flutt á leynilegan stað en hún segist hafa aðgang að fjölskyldu sinni og vinum. Á meðan hún var á sjúkrahúsi veitti frænka hennar, Viktoria Skripal, rússneskum fjölmiðlaveitunni Interfax viðtal þar sem hún sagði Yuliu hafa ætlað að sækja um pólitískt hæli, en vissi þó ekki hjá hvaða landi. Yulia segir þó í yfirlýsingunni að enginn tali fyrir hennar hönd né föður hennar. „Ég hef ekki náð nægum styrk til að veita viðtal, en vonast til að geta það einn daginn. Þangað til vil ég ítreka að enginn talar fyrir okkar hönd. Ég vil þakka frænku minni Viktoriu fyrir að hugsa til okkar, en ég bið hana um að heimsækja mig ekki eða að reyna að hafa samband við mig að svo stöddu.“
Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira