May segir vísbendingar um ábyrgð Sýrlandsstjórnar á efnavopnaárás Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 16:46 Ummæli May í dag eru sögð skýrustu merkin um að hún sé tilbúin að láta Bretland taka þátt í hernaðaraðgerðum í Sýrlandi. Vísir/AFP Allt bendir til þess að sýrlensk stjórnvöld hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás í bænum Douma um helgina, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún staðhæfir að athæfi Sýrlandsstjórnar verði ekki látið óátalið. May sagði fréttamönnum í dag að ríkisstjórn hennar ynni með bandalagsþjóðum að því að koma í veg fyrir og fæla þjóðir frá því að beita efnavopnum. Þau ætli að tryggja að þeir sem stóðu að árásinni verði dregnir til ábyrgðar, að því er segir í frétt Reuters. Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist taka í sama streng í tísti í morgun. Þar varaði hann Rússa, sem hafa stutt ríkisstjórn Bashars al-Assad hernaðarlega, við yfirvofandi eldflaugaárásum og ráðlagði þeim að leggja ekki lag sitt við „gasdrepandi skepnu“. Virtist hann þar vísa til Assad sem hann fullyrti að nyti þess að myrða eigin þegna. Skömmu seinna virtist Bandaríkjaforseti þó draga í land þegar hann tísti um hversu slæm samskipti Rússa og Bandaríkjamanna væru orðin. Spurði hann hvort að stöðva ætti „vopnakapphlaup“. Hjálparstarfsmenn í Douma hafa greint frá því að 40-70 manns hafi fallið í efnavopnaárás þar um helgina. Bæði Rússar og Sýrlandsstjórn hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að slíkri árás. Rússar beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær til að koma í veg fyrir sjálfstæða rannsókn á árásinni í Douma. Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Allt bendir til þess að sýrlensk stjórnvöld hafi borið ábyrgð á efnavopnaárás í bænum Douma um helgina, að sögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Hún staðhæfir að athæfi Sýrlandsstjórnar verði ekki látið óátalið. May sagði fréttamönnum í dag að ríkisstjórn hennar ynni með bandalagsþjóðum að því að koma í veg fyrir og fæla þjóðir frá því að beita efnavopnum. Þau ætli að tryggja að þeir sem stóðu að árásinni verði dregnir til ábyrgðar, að því er segir í frétt Reuters. Donald Trump Bandaríkjaforseti virtist taka í sama streng í tísti í morgun. Þar varaði hann Rússa, sem hafa stutt ríkisstjórn Bashars al-Assad hernaðarlega, við yfirvofandi eldflaugaárásum og ráðlagði þeim að leggja ekki lag sitt við „gasdrepandi skepnu“. Virtist hann þar vísa til Assad sem hann fullyrti að nyti þess að myrða eigin þegna. Skömmu seinna virtist Bandaríkjaforseti þó draga í land þegar hann tísti um hversu slæm samskipti Rússa og Bandaríkjamanna væru orðin. Spurði hann hvort að stöðva ætti „vopnakapphlaup“. Hjálparstarfsmenn í Douma hafa greint frá því að 40-70 manns hafi fallið í efnavopnaárás þar um helgina. Bæði Rússar og Sýrlandsstjórn hafa þvertekið fyrir að hafa staðið að slíkri árás. Rússar beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær til að koma í veg fyrir sjálfstæða rannsókn á árásinni í Douma.
Sýrland Tengdar fréttir Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55 Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15 Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15 Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Trump hótar Rússum með eldflaugum í Sýrlandi Bandaríkjaforseti kallaði jafnframt forseta Sýrlands Gasdrepandi skepnu í tísti í morgun. 11. apríl 2018 11:55
Trump og Macron boða hörð viðbrögð vegna efnavopnaárásar Meint efnavopnaárás á laugardag á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi dregur dilk á eftir sér. 10. apríl 2018 05:15
Tugir sagðir hafa fallið í efnavopnaárás í Douma Hjálparstarfsmenn og aðgerðarsinnar segja minnst 40 almenna borgara hafa fallið í efnavopnaárás á bæinn Douma í Austur-Ghouta í Sýrlandi í gærkvöldi. 8. apríl 2018 11:15
Rússar og Bandaríkjamenn tókust á um viðbrögð vegna efnavopnaárásar Nikki Haley, fulltrúi Bandaríkjamanna í öryggisráðinu, sagði á fundinum að lausn Bandaríkjamanna væri það minnsta sem þjóðirnar gætu gert vegna málsins. 10. apríl 2018 23:30