Í fjögurra daga móki eftir kynni sín af Cosby Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:37 Heidi Thomas er meðal þeirra kvenna sem ásakað hafa Bill Cosby um kynferðislega misnotkun. Vísir/Getty Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær. Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Ein kvennanna sem hefur ásakað leikarinn Bill Cosby um kynferðislega misnotkun segist hafa verið dösuð í fjóra sólarhringa eftir kynni sín af Cosby árið 1984. Konan, Heidi Thomas, bar vitni í réttarsal vestanhafs í gær en þessa dagana fer fram endurupptaka í máli fyrrum köfuboltakonunnar Andrea Constand gegn Cosby. Hún, rétt eins og Heidi Thomas, er meðal 50 kvenna sem ásakað hafa Cosby um kynferðislegt ofbeldi, áreitni og nauðganir. Thomas lýsti því í vitnastúkunni þegar Cosby bauð henni vínglas á heimili sínu. Skömmu síðar hafi hún liðið út af og þegar hún vaknaði aftur stóð Cosby nakinn yfir henni. Hann hafi því næst reynt að ná vilja sínum fram við hana. Hún segist á þessum árum, í upphafi níunda áratugarins, hafa viljað ná langt í leiklist og því leitað til Cosby eftir þjálfun og ráðleggingum. Þegar hún kom á heimili hans hafi Cosby beðið Thomas að lesa einræðu drukkinnar persónu - sem að hans mati væri ekki hægt án þess að hún fengi sér sopa af hvítvíni. Sjá einnig: Nýr kviðdómur ákveður örlög CosbyHún ætlar að í glasinu hafi verið einhvers konar deyfilyf enda hafi hún steinsofnað sem fyrr segir. Þá muni hún aðeins glefsur úr dögunum sem á eftir komu og segist hún hafa verið í móki í fjóra daga eftir byrlunina. „Það fyrsta sem ég man eftir að ég vaknaði var að ég lá í rúmi. Ég var klædd, hann ekki. Ég lá niðri. Hann reyndi að þröngva sér upp í mig,“ er haft eftir Thomas á vef breska ríkisútvarpsins. Cosby hefur ætíð neitað öllum ásökunum á hendur sér og segir að kynlíf sem hafi stundað í gegnum árin hafi ávallt verið með samþykki beggja. Verði hann fundinn sekur um að hafa brotið gegn fyrrnefndri Constand árið 2004 gæti hann fengið 10 ára fangelsisdóm. Öll önnur brot sem Cosby á að hafa framið hafa fyrnst, þeirra á meðal það sem Thomas lýsti fyrir réttinum í gær.
Mál Bill Cosby Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54 Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Nýr kviðdómur ákveður örlög Cosby Bill Cosby snýr aftur í réttarsal í dag, um það bil 10 mánuðum eftir að upphafleg réttarhöld yfir honum voru ómerkt, í júní á síðasta ári. 9. apríl 2018 10:54
Fimm konur fá að bera vitni gegn Cosby Saksóknarar höfðu vonast til að geta kallað nítján konur til sem vitni. 15. mars 2018 23:44