NBA: Golden State tapaði með 40 stigum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 07:30 Draymond Green og félagar fengu skell í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors liðið hefur titil að verja í NBA-deildinni í körfubolta en það er ekki hægt að segja að staðan sé góð á liðinu nú rétt fyrir úrslitakeppnina. Utah Jazz vann Golden State 119-79 í nótt. Philadelphia 76ers vann sinn fimmtánda leik í röð og Houston Rockets fagnaði sigri í 31. sinn í síðustu 34 leikjum.Donovan Mitchell skoraði 22 stig og bætti nýliðametið í þriggja stiga skotum þegar Utah Jazz vann 40 stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 119-79. Mitchell setti niður fjóra þrista og er þar með kominn með 186 þriggja stiga körfur á tímabilinu. Damian Lillard átti áður metið. Derrick Favors var með 16 stig og 9 fráköst fyrir Utah, Svíinn Jonas Jerebko skoraði 14 stig og þeir Rudy Gobert og Ricky Rubio voru báðir með 13 stig. Utah getur tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland í lokaleiknum. Klay Thompson skoraði 23 stig og Kevin Durant var með 13 stig í síðasta leik Golden State liðsins í deildarkeppninni. Liðið endar með 58 sigra í öðrum sætinu í Vesturdeildinni. Liðið komst aldrei yfir í þessum leik og hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Þetta 40 stiga tap er það stærsta hjá GSW undir stjórn Steve Kerr. „Við þurfum að finna aftur keppnisandann. Við þurfum að finna kraftinn og við þurfum að fá gleðina aftur sem hefur vantað hjá okkur. Við verðum að koma hausnum á réttan stað,“ sagði Steve Kerr sem sá sitt lið lenda mest 45 stigum undir í leiknum..JJ Redick skoraði 28 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann 121-113 sigur á Atlanta Hawks og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmtánda leik í röð. Með þessum sigri komst Sixers liðið nær því að tryggja sér þriðja sætið í Austurdeildinni. Ben Simmons spilaði veikur en endaði með 14 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en Reddick var sjóðheitur og hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Sixers liðið skoraði alls sautján þrista í leiknum. Chris Paul var með 22 stig og bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 105-99 útisigur á Los Angeles Lakers. Þetta var 31. sigur Houston liðsins í síðustu 34 leikjum. Ein athyglisverðasta frammistaða leiksins var þó hjá hinum 32 ára gamla Andre Ingram í liði LA Lakers. Hann var þarna að spila sinn fyrsta leik í NBA eftir að hafa verið kallaður upp úr G-deildini. Andre Ingram endaði með 19 stig og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum í sínum fyrsta NBA-leik.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018John Wall skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann Boston Celtics 113-101. Washington endaði fjögurra leikja taphrinuÚrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 99-105 Utah Jazz - Golden State Warriors 119-79 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 97-124 Washington Wizards - Boston Celtics 113-101 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 113-121 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 93-119 NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Golden State Warriors liðið hefur titil að verja í NBA-deildinni í körfubolta en það er ekki hægt að segja að staðan sé góð á liðinu nú rétt fyrir úrslitakeppnina. Utah Jazz vann Golden State 119-79 í nótt. Philadelphia 76ers vann sinn fimmtánda leik í röð og Houston Rockets fagnaði sigri í 31. sinn í síðustu 34 leikjum.Donovan Mitchell skoraði 22 stig og bætti nýliðametið í þriggja stiga skotum þegar Utah Jazz vann 40 stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 119-79. Mitchell setti niður fjóra þrista og er þar með kominn með 186 þriggja stiga körfur á tímabilinu. Damian Lillard átti áður metið. Derrick Favors var með 16 stig og 9 fráköst fyrir Utah, Svíinn Jonas Jerebko skoraði 14 stig og þeir Rudy Gobert og Ricky Rubio voru báðir með 13 stig. Utah getur tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland í lokaleiknum. Klay Thompson skoraði 23 stig og Kevin Durant var með 13 stig í síðasta leik Golden State liðsins í deildarkeppninni. Liðið endar með 58 sigra í öðrum sætinu í Vesturdeildinni. Liðið komst aldrei yfir í þessum leik og hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Þetta 40 stiga tap er það stærsta hjá GSW undir stjórn Steve Kerr. „Við þurfum að finna aftur keppnisandann. Við þurfum að finna kraftinn og við þurfum að fá gleðina aftur sem hefur vantað hjá okkur. Við verðum að koma hausnum á réttan stað,“ sagði Steve Kerr sem sá sitt lið lenda mest 45 stigum undir í leiknum..JJ Redick skoraði 28 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann 121-113 sigur á Atlanta Hawks og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmtánda leik í röð. Með þessum sigri komst Sixers liðið nær því að tryggja sér þriðja sætið í Austurdeildinni. Ben Simmons spilaði veikur en endaði með 14 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en Reddick var sjóðheitur og hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Sixers liðið skoraði alls sautján þrista í leiknum. Chris Paul var með 22 stig og bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 105-99 útisigur á Los Angeles Lakers. Þetta var 31. sigur Houston liðsins í síðustu 34 leikjum. Ein athyglisverðasta frammistaða leiksins var þó hjá hinum 32 ára gamla Andre Ingram í liði LA Lakers. Hann var þarna að spila sinn fyrsta leik í NBA eftir að hafa verið kallaður upp úr G-deildini. Andre Ingram endaði með 19 stig og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum í sínum fyrsta NBA-leik.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018John Wall skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann Boston Celtics 113-101. Washington endaði fjögurra leikja taphrinuÚrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 99-105 Utah Jazz - Golden State Warriors 119-79 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 97-124 Washington Wizards - Boston Celtics 113-101 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 113-121 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 93-119
NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira