Orð og gerðir Magnús Guðmundsson skrifar 11. apríl 2018 10:00 Það er vart sá Íslendingur sem gerir sér ekki grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er löngu komið að einhvers konar þolmörkum. Margar deildir á stundum yfirfullar, kostnaður langveikra oftar en ekki allt of hár, biðin eftir þjónustu löng, erfið og jafnvel ekki án afleiðinga og margar starfsstéttir innan kerfisins langþreyttar á ástandinu. Þetta ástand hefur lengi verið fyrirferðarmikið í umræðunni frá degi til dags og í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga þegar frambjóðendur kappkosta að lofa endurreisn og boða betri tíð með blóm í haga. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóvember síðastliðins, í nafni pólitísks og efnahagslegs stöðugleika, er ekki laust við að margir hafi bundið vonir við komu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytið. Þær vonir dvína þó ört því henni virðist ætla að verða lítið ágengt í þeim skjótu umskiptum á heilbrigðiskerfinu til betri vegar sem þorri þjóðarinnar hefur svo lengi beðið eftir. Auk þess sem Svandís er illu heilli farin að verja vondan málstað í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra fremur en að beita sér fyrir sómasamlegri lausn málsins. Það er ekki að undra að ljósmæður séu ósáttar við ummæli Svandísar á Alþingi síðastliðinn mánudag þar sem hún gaf til kynna að kjaravanda ljósmæðra mætti rekja til þess að þær hefðu valið að vera innan sérstaks stéttarfélags innan BHM. Þessa undarlegu vangaveltu setti Svandís fram í framhaldi af eðlilegri fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra, við litla hrifningu ráðherrans. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að Svandís sagði líka að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Vonandi á það líka við þá mikilvægu tveggja ára menntun sem ljósmæður sækja sér að loknu námi í hjúkrunarfræðum til þess að afla sér réttinda og færni til þessa mikilvæga starfs. Til þessa virðist, samkvæmt svari Svandísar, að hún hafi látið duga að beita sér í deilunni gegnum forstjóra Landspítalans að bættu starfs- og vaktaumhverfi ljósmæðra. Það er nú tæpast líklegt til árangurs í ljósi þess að hvorki menntun né vinnuframlag ljósmæðra virðast metin til launa. En ef Svandís vill beita sér fyrir því að menntun ljósmæðra sé metin til launa þá gæti hún til að mynda miðað við hverju viðbótarmenntun skilar gamalgrónum háskólastéttum á borð við lögfræðinga og presta. Stéttum sem voru byggðar upp sem hefðbundnar karlastéttir sem er einmitt það sem kvennastéttir þurfa að miða við til þess að ná fram raunverulegu launajafnrétti í samfélaginu. Að tala fjálglega um mikilvægi ljósmæðra sem kvennastéttar sem sinnir konum á dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra skilar þeim engu í launaumslagið. Það skilar ekki heldur jafnréttis- og launabaráttu kvenna á Íslandi fram á við á meðan orð og gerðir fara ekki saman. En vonandi ætlar Svandís Svavarsdóttir ekki að vera heilbrigðisráðherra sem segir eitt en gerir annað eða ekki neitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er vart sá Íslendingur sem gerir sér ekki grein fyrir því að heilbrigðiskerfið er löngu komið að einhvers konar þolmörkum. Margar deildir á stundum yfirfullar, kostnaður langveikra oftar en ekki allt of hár, biðin eftir þjónustu löng, erfið og jafnvel ekki án afleiðinga og margar starfsstéttir innan kerfisins langþreyttar á ástandinu. Þetta ástand hefur lengi verið fyrirferðarmikið í umræðunni frá degi til dags og í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga þegar frambjóðendur kappkosta að lofa endurreisn og boða betri tíð með blóm í haga. Þegar ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við í lok nóvember síðastliðins, í nafni pólitísks og efnahagslegs stöðugleika, er ekki laust við að margir hafi bundið vonir við komu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytið. Þær vonir dvína þó ört því henni virðist ætla að verða lítið ágengt í þeim skjótu umskiptum á heilbrigðiskerfinu til betri vegar sem þorri þjóðarinnar hefur svo lengi beðið eftir. Auk þess sem Svandís er illu heilli farin að verja vondan málstað í kjaradeilu ríkisins og ljósmæðra fremur en að beita sér fyrir sómasamlegri lausn málsins. Það er ekki að undra að ljósmæður séu ósáttar við ummæli Svandísar á Alþingi síðastliðinn mánudag þar sem hún gaf til kynna að kjaravanda ljósmæðra mætti rekja til þess að þær hefðu valið að vera innan sérstaks stéttarfélags innan BHM. Þessa undarlegu vangaveltu setti Svandís fram í framhaldi af eðlilegri fyrirspurn Guðjóns S. Brjánssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um kjarabaráttu ljósmæðra, við litla hrifningu ráðherrans. Það er þó bæði ljúft og skylt að taka fram að Svandís sagði líka að meta ætti vinnuframlag ljósmæðra til launa og samfélagslegrar virðingar. Vonandi á það líka við þá mikilvægu tveggja ára menntun sem ljósmæður sækja sér að loknu námi í hjúkrunarfræðum til þess að afla sér réttinda og færni til þessa mikilvæga starfs. Til þessa virðist, samkvæmt svari Svandísar, að hún hafi látið duga að beita sér í deilunni gegnum forstjóra Landspítalans að bættu starfs- og vaktaumhverfi ljósmæðra. Það er nú tæpast líklegt til árangurs í ljósi þess að hvorki menntun né vinnuframlag ljósmæðra virðast metin til launa. En ef Svandís vill beita sér fyrir því að menntun ljósmæðra sé metin til launa þá gæti hún til að mynda miðað við hverju viðbótarmenntun skilar gamalgrónum háskólastéttum á borð við lögfræðinga og presta. Stéttum sem voru byggðar upp sem hefðbundnar karlastéttir sem er einmitt það sem kvennastéttir þurfa að miða við til þess að ná fram raunverulegu launajafnrétti í samfélaginu. Að tala fjálglega um mikilvægi ljósmæðra sem kvennastéttar sem sinnir konum á dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra skilar þeim engu í launaumslagið. Það skilar ekki heldur jafnréttis- og launabaráttu kvenna á Íslandi fram á við á meðan orð og gerðir fara ekki saman. En vonandi ætlar Svandís Svavarsdóttir ekki að vera heilbrigðisráðherra sem segir eitt en gerir annað eða ekki neitt.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun