NBA: Þrjú lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í nótt og aðeins eitt sæti er laust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Lið New Orleans Pelicans, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigurleikjum í nótt en nú á aðeins eftir að fylla eitt sæti.Paul George skoraði 27 stig og Russell Westbrook náði 25. þrennunni sinni á tímabilnu þegar Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með 115-93 sigri á Miami Heat. Westbrook endaði leikinn með 23 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Thunder-liðið lenti átján stigum undir á upphafsmínútum leiksins en snéri við blaðinu og vann síðan lokaleikhlutann 39-12. Miami Heat hefur aldrei áður tapað leikhluta með 27 stigum. Jerami Grant var með 17 stig fyrir OKC og Carmelo Anthony bætti við 11 stigum. Josh Richardson skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en Miami liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Rudy Gay skoraði 18 stig og Manu Ginobili var með 17 stig þegar San Antonio Spurs vann 98-85 sigur á Sacramento Kings og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni 21. árið í röð. Gay, Ginobili og Bryn Forbes komu allir inn af bekknum og voru saman með 25 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Spurs vann 38-19.Anthony Davis skoraði 28 stig og Nikola Mirotic var með 24 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 113-100 útisigri á Los Angeles Clippers. Þetta var fjórði sigur Pelíkananna í röð og með honum er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets berjast um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bæði unnu leiki sína í nótt og þau mætast síðan á lokadegi deildarkeppninnar.Nikola Jokic var með tíundu þrennu sína á tímabilinu, 15 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 88-82 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var sjötti sigur Denver-liðsins í röð og liðið hefur þurft á þeim öllum að halda til að halda voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi.Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 113-94 sigur á Memphis Grizzlies. Jeff Teague var einnig með 24 stig og Jimmy Butler skoraði 15 stig.LeBron James var með 26 stig og 11 stoðsendingar í 50. sigri Cleveland Cavaliers á tímabilinu en liðið vann þá 123-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Kevin Love var með 28 stig fyrir Cavs liðið sem á enn smá möguleika á því að taka þriðja sætið af Philadelphia 76 ers. Þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 100-113 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 88-82 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 98-85 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 102-86 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 113-94 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 114-105 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 93-115 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-123 Detroit Pistons - Toronto Raptors 98-108 NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira
Lið New Orleans Pelicans, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigurleikjum í nótt en nú á aðeins eftir að fylla eitt sæti.Paul George skoraði 27 stig og Russell Westbrook náði 25. þrennunni sinni á tímabilnu þegar Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með 115-93 sigri á Miami Heat. Westbrook endaði leikinn með 23 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Thunder-liðið lenti átján stigum undir á upphafsmínútum leiksins en snéri við blaðinu og vann síðan lokaleikhlutann 39-12. Miami Heat hefur aldrei áður tapað leikhluta með 27 stigum. Jerami Grant var með 17 stig fyrir OKC og Carmelo Anthony bætti við 11 stigum. Josh Richardson skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en Miami liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Rudy Gay skoraði 18 stig og Manu Ginobili var með 17 stig þegar San Antonio Spurs vann 98-85 sigur á Sacramento Kings og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni 21. árið í röð. Gay, Ginobili og Bryn Forbes komu allir inn af bekknum og voru saman með 25 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Spurs vann 38-19.Anthony Davis skoraði 28 stig og Nikola Mirotic var með 24 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 113-100 útisigri á Los Angeles Clippers. Þetta var fjórði sigur Pelíkananna í röð og með honum er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets berjast um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bæði unnu leiki sína í nótt og þau mætast síðan á lokadegi deildarkeppninnar.Nikola Jokic var með tíundu þrennu sína á tímabilinu, 15 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 88-82 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var sjötti sigur Denver-liðsins í röð og liðið hefur þurft á þeim öllum að halda til að halda voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi.Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 113-94 sigur á Memphis Grizzlies. Jeff Teague var einnig með 24 stig og Jimmy Butler skoraði 15 stig.LeBron James var með 26 stig og 11 stoðsendingar í 50. sigri Cleveland Cavaliers á tímabilinu en liðið vann þá 123-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Kevin Love var með 28 stig fyrir Cavs liðið sem á enn smá möguleika á því að taka þriðja sætið af Philadelphia 76 ers. Þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 100-113 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 88-82 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 98-85 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 102-86 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 113-94 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 114-105 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 93-115 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-123 Detroit Pistons - Toronto Raptors 98-108
NBA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Stjarnan - Breiðablik | Úrslitaleikur en heimamenn í mun betri stöðu Íslenski boltinn Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Arsenal - Crystal Palace | Sjóðheitar skyttur gegn örnum sem fatast flugið Enski boltinn Nýliðinn kom, sá og sigraði fyrsta kvöldið Sport Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Fleiri fréttir Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Sjá meira