Hart deilt um framtíð Kvenfélags Kópavogs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2018 08:00 Kvenfélag Kópavogs á meðal annars sal í Hamraborg sem er yfir fimmtán milljóna króna virði samkvæmt fasteignamati. Vísir/ernir Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira