Harpa stendur aðeins betur Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 29. apríl 2018 16:49 Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Harpa kynnti nýverið ársreikning sinn og Svanhildur segir að það séu ákveðin góð tíðindi í þessum ársreikningi. Róðurinn hefur þó ekki alltaf verið léttur. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og það eru margar ástæður fyrir því, þessi fasteign er auðvitað stór og þung og dýr í rekstri. Ég held að þjóðin þekki þessa löngu og leiðinlegu sögu um fasteignagjöldin sem að Harpa hefur verið í slag við Þjóðskrá Íslands um og svo er ýmislegt annað sem kemur til,“ segir Svanhildur.Framlegðin orðin betri „Við tökum vel til heima hjá okkur, gerum allt sem í okkar valdi stendur við sem berum ábyrgð á rekstrinum í Hörpu til þess að hann verði eins góður og nokkur kostur er. Okkur hefur tekist núna með samstilltu átaki starfsmanna að ná árangri í því og ég er alveg ótrúlega stolt af því og þakklát fyrir það. Sem sagt tekjurnar lækka aðeins á milli ára en gjöldin lækka líka. Þannig að framlegðin af þessari starfsemi er betri og heilbrigðari heldur en nokkru sinni fyrr,“ segir Svanhildur.„Í hverju felast verðmætin?“ Svanhildur segir að hótelið sem upphaflega átti að rísa samhliða Hörpu verði komið árið 2020 og það verði áhugavert að sjá það samstarf. Svanhildur segir einnig sýna því skilning að margar mótmælaraddir heyrist þegar talið berst að Hörpu. ,,Ég hef bara alveg skilning á því og ég veit það alveg að fólk er mjög passasamt á í hvað skattpeningarnir fara. Þá kemur aftur að því sem ég var að nefna, í hverju felast verðmætin?“ segir Svanhildur. Viðtal Kristjáns við Svanhildi má heyra í spilaranum hér að ofan. Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir forstjóri Hörpu var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Harpa kynnti nýverið ársreikning sinn og Svanhildur segir að það séu ákveðin góð tíðindi í þessum ársreikningi. Róðurinn hefur þó ekki alltaf verið léttur. „Þetta er búið að vera mjög erfitt og það eru margar ástæður fyrir því, þessi fasteign er auðvitað stór og þung og dýr í rekstri. Ég held að þjóðin þekki þessa löngu og leiðinlegu sögu um fasteignagjöldin sem að Harpa hefur verið í slag við Þjóðskrá Íslands um og svo er ýmislegt annað sem kemur til,“ segir Svanhildur.Framlegðin orðin betri „Við tökum vel til heima hjá okkur, gerum allt sem í okkar valdi stendur við sem berum ábyrgð á rekstrinum í Hörpu til þess að hann verði eins góður og nokkur kostur er. Okkur hefur tekist núna með samstilltu átaki starfsmanna að ná árangri í því og ég er alveg ótrúlega stolt af því og þakklát fyrir það. Sem sagt tekjurnar lækka aðeins á milli ára en gjöldin lækka líka. Þannig að framlegðin af þessari starfsemi er betri og heilbrigðari heldur en nokkru sinni fyrr,“ segir Svanhildur.„Í hverju felast verðmætin?“ Svanhildur segir að hótelið sem upphaflega átti að rísa samhliða Hörpu verði komið árið 2020 og það verði áhugavert að sjá það samstarf. Svanhildur segir einnig sýna því skilning að margar mótmælaraddir heyrist þegar talið berst að Hörpu. ,,Ég hef bara alveg skilning á því og ég veit það alveg að fólk er mjög passasamt á í hvað skattpeningarnir fara. Þá kemur aftur að því sem ég var að nefna, í hverju felast verðmætin?“ segir Svanhildur. Viðtal Kristjáns við Svanhildi má heyra í spilaranum hér að ofan.
Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira