Ólafur: Valsmenn fá harða keppni Smári Jökull Jónsson skrifar 28. apríl 2018 16:23 Ólafur Kristjánsson þjálfari FH. vísir „Þrjú stig er það sem við komum hingað til að ná í og mér fannst liðið vinna virkilega vel til að ná því,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir sigur hjá Hafnfirðingum í Grindavík í 1.umferð Pepsi-deildarinnar. „Í fyrri hálfleik var Grindavíkur liðið mjög þétt og við komumst ekki eins vel undir þá og við hefðum viljað. Lenny (Steven Lennon) skoraði frábært mark og við áttum möguleika rétt á undan þar sem vantaði millimetra uppá. Grindavík var meira á boltanum í seinni hálfleik en við áttum stóru tækifærin í þessum leik,“ bætti Ólafur við. FH gekk illa í Lengjubikarnum en það hefur verið stígandi í leik liðsins undanfarið og leikur liðsins í dag var nokkuð góður. „Síðustu leikir hafa verið fínir. Við höfum verið agaðir varnarlega, prýðilegir sóknarlega og skapað nokkuð af færum. Þetta er ágætis stígandi.“ Helgi Mikael Jónasson dómari gaf leikmönnum 8 gul spjöld í dag og var duglegur að refsa mönnum fyrir tuð. „Mér fannst leikurinn alls ekki grófur. Oft þegar maður tapar og talar um dómgæslu hljómar maður eins og einhver vælukjói. En ég átti erfitt með að skilja línuna í dag, virkilega erfitt.“ Næst er bikarleikur hjá FH-ingum og svo leikur gegn Blikum sem Ólafur þjálfaði áður. „Það er bikarleikur á þriðjudag og Blikaleikur í næstu umferð. Þetta er ákveðinn tröppugangur en við stefnum á sigur í hverjum leik. Nú er þessum lokið og hann lofar fínu. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ólafur og bætti við að Valsmenn myndu fá harða keppni um titilinn en flestir búast við að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitilinn. „Þessi flestir eru nú oft í þinni stétt, kollegar þínir. Auðvitað höfum við þjálfarar og leikmenn í deildinni séð að Valsmenn eru með firnasterkt lið. Maður sér á byrjunninni á mótinu að það er ekkert gefið eftir. Það eru allir með autt blað, margir vilja minna mótið og þeir fá harða keppni.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
„Þrjú stig er það sem við komum hingað til að ná í og mér fannst liðið vinna virkilega vel til að ná því,“ sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH eftir sigur hjá Hafnfirðingum í Grindavík í 1.umferð Pepsi-deildarinnar. „Í fyrri hálfleik var Grindavíkur liðið mjög þétt og við komumst ekki eins vel undir þá og við hefðum viljað. Lenny (Steven Lennon) skoraði frábært mark og við áttum möguleika rétt á undan þar sem vantaði millimetra uppá. Grindavík var meira á boltanum í seinni hálfleik en við áttum stóru tækifærin í þessum leik,“ bætti Ólafur við. FH gekk illa í Lengjubikarnum en það hefur verið stígandi í leik liðsins undanfarið og leikur liðsins í dag var nokkuð góður. „Síðustu leikir hafa verið fínir. Við höfum verið agaðir varnarlega, prýðilegir sóknarlega og skapað nokkuð af færum. Þetta er ágætis stígandi.“ Helgi Mikael Jónasson dómari gaf leikmönnum 8 gul spjöld í dag og var duglegur að refsa mönnum fyrir tuð. „Mér fannst leikurinn alls ekki grófur. Oft þegar maður tapar og talar um dómgæslu hljómar maður eins og einhver vælukjói. En ég átti erfitt með að skilja línuna í dag, virkilega erfitt.“ Næst er bikarleikur hjá FH-ingum og svo leikur gegn Blikum sem Ólafur þjálfaði áður. „Það er bikarleikur á þriðjudag og Blikaleikur í næstu umferð. Þetta er ákveðinn tröppugangur en við stefnum á sigur í hverjum leik. Nú er þessum lokið og hann lofar fínu. Við þurfum að halda áfram að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Ólafur og bætti við að Valsmenn myndu fá harða keppni um titilinn en flestir búast við að Valsmenn verji Íslandsmeistaratitilinn. „Þessi flestir eru nú oft í þinni stétt, kollegar þínir. Auðvitað höfum við þjálfarar og leikmenn í deildinni séð að Valsmenn eru með firnasterkt lið. Maður sér á byrjunninni á mótinu að það er ekkert gefið eftir. Það eru allir með autt blað, margir vilja minna mótið og þeir fá harða keppni.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15 Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - FH 0-1 | Lennon tryggði FH sigur í Grindavík FH sótti þrjú stig til Grindavíkur þegar þeir unnu 1-0 sigur í 1.umferð Pepsi-deildar karla. Steven Lennon skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik og FH hefur Íslandsmótið því á sigri. 28. apríl 2018 17:15