Lykilmenn hvíldir þegar Real Madrid lagði Leganes Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. apríl 2018 18:15 Gareth Bale fékk tækifæri í dag og nýtti það vísir/getty Real Madrid styrkti stöðu sína í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Leganes, 2-1, á Santiago Bernabeu í dag. Leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sergio Ramos, Luka Modric, Marcelo og Keylor Navas voru hvíldir í dag. Gareth Bale fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það vel; kom Madridingum yfir á 8.mínútu. Borja Mayoral tvöfaldaði forystuna á lokamínútu fyrri hálfleiks. Gestirnir gáfust ekki auðveldlega upp og Darko Brasanac minnkaði muninn eftir rúmlega klukkutíma leik. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur 2-1 fyrir Real Madrid. Spænski boltinn
Real Madrid styrkti stöðu sína í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið bar sigurorð af Leganes, 2-1, á Santiago Bernabeu í dag. Leikmenn á borð við Cristiano Ronaldo, Sergio Ramos, Luka Modric, Marcelo og Keylor Navas voru hvíldir í dag. Gareth Bale fékk hins vegar tækifæri í byrjunarliðinu og nýtti það vel; kom Madridingum yfir á 8.mínútu. Borja Mayoral tvöfaldaði forystuna á lokamínútu fyrri hálfleiks. Gestirnir gáfust ekki auðveldlega upp og Darko Brasanac minnkaði muninn eftir rúmlega klukkutíma leik. Nær komust þeir þó ekki og lokatölur 2-1 fyrir Real Madrid.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti