Lífið

Edda Sif verður stigakynnir í Eurovision

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Edda Sif Pálsdóttir er landsmönnum að góðu kunn.
Edda Sif Pálsdóttir er landsmönnum að góðu kunn.
Edda Sif Pálsdóttir, sjónvarpskona, verður stigakynnir fyrir Íslands hönd á úrslitakvöldi Eurovision 2018.

„Edda Sif ætti að vera flestum að góðu kunn af skjánum og hefur starfað sem íþróttafréttamaður og dagskrárgerðarmaður á RÚV undanfarin ár,“ segir í tilkynningu frá Ríkissjónvarpinu. 

Edda Sif tekur við keflinu af Björgvini Halldórssyni sem sinnti embætti stigakynnis á síðasta ári en hann er faðir Svölu Björgvinsdóttur, fulltrúa Íslands í Eurovision 2017.

Úrslitakvöldið í Eurovision fer fram í Lissabon laugardaginn 12. maí en Ari Ólafsson stígur á svið í undankeppninni þriðjudaginn 8.maí og síðari undankeppnin fer fram fimmtudaginn 10.maí. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×