KR-ingar minna á yfirburði sína í íslenskum fótbolta fyrir stórleikinn í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2018 16:00 Óskar Örn Hauksson og félagar fara af stað gegn Val í kvöld. Vísir/stefán Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar. Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.4 dagar þar til @Pepsideildin byrjarÞrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018 Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins. Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni. KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018 1 dagur í að @Pepsideildin byrji1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Sjá meira
Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30. Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar. Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.4 dagar þar til @Pepsideildin byrjarÞrír leikmenn hafa skorað akkúrat 4 mörk fyrir KR í Evrópukeppni: Einar Þór Daníelsson, Ríkharður Daðason og Mihajlo Bibercic pic.twitter.com/mwaezqkdfS— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 23, 2018 Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins. Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni. KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“0 dagar þar til @Pepsideildin byrjar0 - Fjöldi íslenskra knattspyrnuliða sem eru sigursælli, farsælli, vinsælli og eldri en @KRreykjavik. Mætum á völlinn í sumar og skrifum saman nýjasta kaflann í glæstri sögu KR #allirsemeinn pic.twitter.com/MmjRYWdwEe— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 27, 2018 1 dagur í að @Pepsideildin byrji1 - er númerið á sætinu sem @KRreykjavik á heima í, og mun enda í sumarið 2018 #allirsemeinn #unniðbikarinnoftastdeildinaoftast pic.twitter.com/zUevZyuvH0— KR Reykjavik FC (@KRreykjavik) April 26, 2018
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00 Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00 Mest lesið Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Sjá meira
Pepsi-spáin 2018: Heimkoma Rúnars ekki nóg Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. 24. apríl 2018 10:00
Pepsi-spáin 2018: Valsmönnum verður ekki ógnað Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val Íslandsmeistaratitlinum í Pepsi-deild karla. 26. apríl 2018 13:00
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó