Dregur úr kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2018 08:56 Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. vísir/vilhelm Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Kjaramál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Dregið hefur úr leiðréttum kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg frá árinu 2015 samkvæmt greiningu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði á launum í október 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Með leiðréttum launamun er átt við þann mun sem skýra má með viðurkenndum og þekktum þáttum sem hafa áhrif á laun, til dæmis menntun, starfsreynslu, yfirvinnu og starfshlutfall. Í tilkynningu borgarinnar segir að árið 2015 hafi munurinn verið 3,5 prósent körlum í vil en er nú 2,2 prósent þegar litið er til uppreiknaðra heildarlauna þeirra sem eru í að minnsta kosti 70 prósent starfi. Ef litið er svo til grunnlauna hjá sama hópi kemur í ljós að kynbundinn launamunur var 3,1 prósent körlum í vil árið 2015 en er nú 2,2 prósent. Óleiðréttur launamunur grunnlauna þessa sama hóps er 2 prósent konum í vil en óleiðréttur launamunur heildarlauna er 7 prósent körlum í vil. „Mikill meirihluti starfsmanna Reykjavíkurborgar, eða tæplega 5.000, tóku laun samkvæmt starfsmati. Ljóst er að starfsmatskerfið dregur úr launamun grunnlauna og sýna niðurstöður að grunnlaun skýrast nær eingöngu af starfsmatsstigum. Ef skoðuð eru laun starfsfólks í a.m.k. 70% starfi með stig úr starfsmati er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna 0,3% konum í vil. Meðal starfsfólks í sama starfshlutfalli með engin starfsmatsstig er óleiðréttur launamunur uppreiknaðra grunnlauna hins vegar 6,0% körlum í vil. Skoðað var sérstaklega hvort ríkisfang hefði áhrif á laun. Grunnlaun erlendra ríkisborgara eru töluvert lægri en grunnlaun íslenskra ríkisborgara. Föst yfirvinna og aðrar greiðslur erlendra ríkisborgara eru sömuleiðis mun lægri og þar með heildarlaun. Þegar horft er á kynbundinn launamun þá er laun kvenna með íslenskan og erlendan ríkisborgarrétt jafn mikið lægri en laun karla. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 23,7% lægri grunnlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Starfsfólk með erlent ríkisfang er með 24,7% lægri heildarlaun en starfsfólk með íslenskt ríkisfang. Leiðréttur munur á grunnlaunum eftir ríkisfangi er 3,1%. Leiðréttur munur á heildarlaunum eftir ríkisfangi er 3,2%,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar.
Kjaramál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Erlent Fleiri fréttir Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda