Róbótaréttindi María Bjarnadóttir skrifar 27. apríl 2018 07:00 Nú stefnir allt í að vísindaskáldskapur síðustu áratuga verði raunveruleiki á næstu áratugum. Meginþema í þessari framtíðarsýn er aukin sjálfvirkni tækja sem öðlast nánast mennskan skilning með gervigreind, en verða jafnframt skilvirkari en manneskjur því algrím gera færri mistök en mannsheilinn. Róbótarnir eru mismunandi í útliti. Sumum svipar til RoboCop, aðrir eru fartölva. Mikill fjölbreytileiki er í róbótatísku, bæði hvað varðar ytra og innra byrði. Þeir eru auðvitað margir komnir til starfa á vinnumarkaði nú þegar, þó þeir séu mislangt á veg komnir í sjálfvirkninni. Með þessari þróun koma upp fleiri álitaefni en bara hvernig atvinnumarkaðurinn muni þróast. Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun þar sem leitast er við að svara spurningum um hugverkaréttindi róbóta, ábyrgð á skaðaverkum þeirra og hvernig megi tryggja öryggi í notkun þeirra. Hvar sleppir réttindum mannfólksins og hvar hefjast réttindi róbótsins? Þetta er nátengt álitaefnum um notkun sjálfvirkni í hernaði. Ef það er enginn gikkur, var skotinu þá hleypt af? Nýlega skrifaði heimspekingurinn Slavoj Zizek grein þar sem hann velti fyrir sér réttarstöðu kynlífsróbóta og þörf mannfólksins til þess að skilgreina hvort og hvernig mannréttinda róbótar eigi að njóta. Hann heldur að siðferði og mannréttindi gætu úrelst samhliða aukinni róbótavæðingu samfélagsins. Þannig feli gervigreind hugsanlega í sér aðra og hærri vitund sem bjóði upp á þróaðri valkosti en „gott“ og „vont“ og það sé ekki á valdi mannfólksins að meta hvort sé betra fyrir þá. Megi mátturinn vera með okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Sjá meira
Nú stefnir allt í að vísindaskáldskapur síðustu áratuga verði raunveruleiki á næstu áratugum. Meginþema í þessari framtíðarsýn er aukin sjálfvirkni tækja sem öðlast nánast mennskan skilning með gervigreind, en verða jafnframt skilvirkari en manneskjur því algrím gera færri mistök en mannsheilinn. Róbótarnir eru mismunandi í útliti. Sumum svipar til RoboCop, aðrir eru fartölva. Mikill fjölbreytileiki er í róbótatísku, bæði hvað varðar ytra og innra byrði. Þeir eru auðvitað margir komnir til starfa á vinnumarkaði nú þegar, þó þeir séu mislangt á veg komnir í sjálfvirkninni. Með þessari þróun koma upp fleiri álitaefni en bara hvernig atvinnumarkaðurinn muni þróast. Evrópusambandið vinnur nú að stefnumótun þar sem leitast er við að svara spurningum um hugverkaréttindi róbóta, ábyrgð á skaðaverkum þeirra og hvernig megi tryggja öryggi í notkun þeirra. Hvar sleppir réttindum mannfólksins og hvar hefjast réttindi róbótsins? Þetta er nátengt álitaefnum um notkun sjálfvirkni í hernaði. Ef það er enginn gikkur, var skotinu þá hleypt af? Nýlega skrifaði heimspekingurinn Slavoj Zizek grein þar sem hann velti fyrir sér réttarstöðu kynlífsróbóta og þörf mannfólksins til þess að skilgreina hvort og hvernig mannréttinda róbótar eigi að njóta. Hann heldur að siðferði og mannréttindi gætu úrelst samhliða aukinni róbótavæðingu samfélagsins. Þannig feli gervigreind hugsanlega í sér aðra og hærri vitund sem bjóði upp á þróaðri valkosti en „gott“ og „vont“ og það sé ekki á valdi mannfólksins að meta hvort sé betra fyrir þá. Megi mátturinn vera með okkur öllum.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar