Neyðarástand í Rómönsku Ameríku vegna morðöldu Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 16:39 Félagi í glæpagengi í Gvatemala tekinn höndum. Morðóð gengi hafa vaðið upp í mörgum ríkjum í Rómönsku Ameríku undanfarin ár. Vísir/AFP Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017. Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira
Rúmlega tvær og hálf milljón manna hefur verið myrt í löndum Rómönsku Ameríku frá aldamótum. Um þriðjungur allra morða í heiminum er framinn í heimshlutanum þrátt fyrir að aðeins um 8% jarðarbúa búi þar. Þörf er sögð á róttækum og nýstárlegum lausnum til að bregðast við alvarlegum almannaöryggisvanda í Rómönsku Ameríku í nýrri skýrslu brasilískrar hugveitu um öryggis- og þróunarmál sem breska blaðið The Guardian segir frá. Í henni kemur fram að fjórðungur allra morða í heiminum séu framin í aðeins fjórum löndum sem öll eru í Rómönsku Ameríku; Brasilíu, Kólumbíu, Mexíkó og Venesúela. Varað er við því að morðtíðnin í heimshlutanum gæti enn versnað fram til 2030. Leita þarf til sumra ríkja í sunnanverðri og miðri Afríku og stríðssvæða til að finna álíka tölfræði. „Umfang morðanna er yfirþyrmandi,“ segir í skýrslu Igarapé-stofnunarinnar sem birtist í dag.Vandinn ekki leystur með „járnhnefa“ Langflest fórnarlömbin eru á aldrinum 15 til 29 ára og flest þeirra eru framin með skotvopnum. Þrjú af hverjum fjórum morðum í heimshlutanum hafa verið framin með byssum. Meðaltalið í heiminum er um 40%. Robert Muggah, einn höfunda skýrslunnar, varar við því að kjósendur í Rómönsku Ameríku sæki í harðlínustjórnmálamenn sem boða öfgafullar lausnir á vandanum. Kosið verður til forseta í Mexíkó á þessu ári og boðaði einn frambjóðandinn að höggva ætti hendurnar af þjófum. „Það er hætta á því núna að láti tæla sig með þessu tali um járnhnefa. Við munum ekki leysa vandamálið með því að henda bara fleiri lögreglumönnum, lengri dómum og fleiri fangelsum í það,“ segir Muggah.Fjöldi lögreglumanna hefur fallið í átökum við glæpagengi í ríkjum eins og Jalisco í Mexíkó.Vísir/AFPRappari leysti upp lík í sýru fyrir glæpagengi Skýrslan kemur út á sama tíma og fjallað er um mál mexíkósks rappara sem hefur viðurkennt að hafa hjálpað glæpagengi að losa sig við lík með því að leysa þau upp í sýru. Christian Palma Gutiérrez, sem er þekktur undir sviðsnafninu QBA, segir að hann hafi fengið um 115 dollara á viku frá Nýju kynslóð Jalisco, fíkniefnahring, fyrir þjónustuna. Gutiérrez er sakaður um að hafa leyst upp líka þriggja ungra kvikmyndagerðarnema sem var rænt í mars í Jalisco-ríki. Félagar í glæpagenginu sem voru dulbúnir sem lögreglumenn tóku þá höndum, pyntuðu og myrtu. Talið er að þeir hafi farið mannavillt og talið nemana félaga í öðru gengi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Metfjöldi morða var framinn í Mexíkó í fyrra. Talið er að glæpagengi hafi borið ábyrgð á tveimur af hverjum þremur þeirra 25.000 morða sem voru framin árið 2017.
Brasilía Kólumbía Mexíkó Venesúela Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Sjá meira