Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Birgir Olgeirsson skrifar 26. apríl 2018 14:25 Lögin voru samþykkt á Alþingi í dag. Vísir/Hanna Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þessari lagasetningu er fagnað því að með henni eru margvísleg mannréttindi fatlaðs fólks mun betur tryggð en í núgildandi lögum. Má þar nefna réttindi og vernd fatlaðra barna, rétt til sjálfstæðs lífs m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), réttinn til að ráða búsetu sinni, skyldur stjórnvalda til samráðs við fatlað fólk og samtök sem standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir, rétt til frístundaþjónustu, kröfur til hæfni starfsfólks o.fl. Þroskahjálp tekur fram að fyrstu grein laganna, sem hefur yfirskriftina Markmið, séu mörg mjög mikilvæg ákvæði sem eiga að vera leiðarljós við framfylgd þeirra á öllum sviðum. Þar segir m.a. við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Meðal þeirra sem fögnuðu lögunum í dag eru systurnar Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur.Það er mér mjög merkilegt og einstaklega ánægjulegt að greiða atkvæði með frumvarpi í dag um notendastýrða þjónustu við fatlað fólk.Systir mín hefur notið þessarar þjónustu sem mamma mín barðist svo heitt fyrir svo að dóttir sín gæti lifað sjálfstæðu lífi pic.twitter.com/UJ2AOOuqmA— Áslaug Arna (@aslaugarna) April 26, 2018 Hversu miklum ávinningi þessi nýju lög skila fyrir fatlað fólk og til að tryggja því mannréttindi og raunverulegt jafnrétti er mjög mikið undir því komið að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga taki þessa skyldu sína til að hafa samninginn ávallt sem mælikvarða á það sem þau gera eða gera ekki. Landssamtökin Þroskahjálp telja að með þessum nýju lögum sé komið gott tæki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks miklu betur en nú er gert, til að auka lífsgæði þess og veita því ýmis tækifæri sem það fer nú allt of oft á mis en flestir telja sjálfsögð í sínu lífi. Það mun þó ekki gerast nema ríkið og sveitarfélögin nýti þetta tæki eins og til er ætlast. Landssamtökin Þroskahjálp skora því á stjórnvöld að sýna nú í verki vilja og metnað til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra. Þroskahjálp mun fylgjast náið með því hver framkvæmd laganna verður og býðst nú sem fyrr til að koma að því mikilvæga verkefni með stjórnvöldum sem hafa kjark til að gera það sem rétt og skylt er, þ.e. að forgangsraða í þágu mannréttinda. Tengdar fréttir NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Alþingi samþykkti í dag lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og lög um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Landssamtökin Þroskahjálp hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þessari lagasetningu er fagnað því að með henni eru margvísleg mannréttindi fatlaðs fólks mun betur tryggð en í núgildandi lögum. Má þar nefna réttindi og vernd fatlaðra barna, rétt til sjálfstæðs lífs m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA), réttinn til að ráða búsetu sinni, skyldur stjórnvalda til samráðs við fatlað fólk og samtök sem standa vörð um réttindi og hagsmuni fatlaðs fólks, einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir, rétt til frístundaþjónustu, kröfur til hæfni starfsfólks o.fl. Þroskahjálp tekur fram að fyrstu grein laganna, sem hefur yfirskriftina Markmið, séu mörg mjög mikilvæg ákvæði sem eiga að vera leiðarljós við framfylgd þeirra á öllum sviðum. Þar segir m.a. við framkvæmd laga þessara skal framfylgt þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.Meðal þeirra sem fögnuðu lögunum í dag eru systurnar Áslaug Arna og Nína Kristín Sigurbjörnsdætur.Það er mér mjög merkilegt og einstaklega ánægjulegt að greiða atkvæði með frumvarpi í dag um notendastýrða þjónustu við fatlað fólk.Systir mín hefur notið þessarar þjónustu sem mamma mín barðist svo heitt fyrir svo að dóttir sín gæti lifað sjálfstæðu lífi pic.twitter.com/UJ2AOOuqmA— Áslaug Arna (@aslaugarna) April 26, 2018 Hversu miklum ávinningi þessi nýju lög skila fyrir fatlað fólk og til að tryggja því mannréttindi og raunverulegt jafnrétti er mjög mikið undir því komið að stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga taki þessa skyldu sína til að hafa samninginn ávallt sem mælikvarða á það sem þau gera eða gera ekki. Landssamtökin Þroskahjálp telja að með þessum nýju lögum sé komið gott tæki til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks miklu betur en nú er gert, til að auka lífsgæði þess og veita því ýmis tækifæri sem það fer nú allt of oft á mis en flestir telja sjálfsögð í sínu lífi. Það mun þó ekki gerast nema ríkið og sveitarfélögin nýti þetta tæki eins og til er ætlast. Landssamtökin Þroskahjálp skora því á stjórnvöld að sýna nú í verki vilja og metnað til að tryggja fötluðu fólki mannréttindi til jafns við aðra. Þroskahjálp mun fylgjast náið með því hver framkvæmd laganna verður og býðst nú sem fyrr til að koma að því mikilvæga verkefni með stjórnvöldum sem hafa kjark til að gera það sem rétt og skylt er, þ.e. að forgangsraða í þágu mannréttinda.
Tengdar fréttir NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag. 25. apríl 2018 21:00