Lýðheilsan og samþætt meðferð Guðrún Gyða Ölvisdóttir skrifar 26. apríl 2018 07:00 Fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur til nokkurra ára unnið að því að kynna og kalla eftir umræðu, rannsókn og fræðslu um það sem hér á landi hefur verið kallað viðbótar- og óhefðbundnar meðferðir. Ábending er að gagnreyndar viðbótarmeðferðir verði valkostur sem stendur til boða í heilbrigðisþjónustunni og kallaðar samþættar meðferðir. Þegar við tölum um samþættar meðferðir í hjúkrunar- og læknisþjónustu erum við að tala um meðferðir sem NCCH (National center for complementary and integrative health) segir að sé samsafn meðferða sem bæta heilsu fólks og auka vellíðan. Gróf skipting er í tvo flokka, annars vegar flokkur sem byggir á tengslum hugar og líkama, dæmi: slökun, dáleiðsla, djúpöndun, tónlistarmeðferð, nudd, svæðanudd, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, orkumeðferðir, reiki, nálastungur, læknandi snerting. Hins vegar lífrænar meðferðir, dæmi: fæðubótarefni sem innihalda náttúruleg innihaldsefni, jurtir, ilmkjarnaolíur og olíur unnar á náttúrulegan hátt t.d. úr fiski. Samþættar meðferðir eru mjög mikilvægar fyrir lýðheilsu. Sem dæmi þá höfum við heyrt miklar umræður um sterk verkjalyf, ópíumlyf, sem orsaka fjölda dauðsfalla í Bandaríkjunum og tugir hér á landi hafa líka látið lífið vegna þeirra. Það er eðlislægt að vilja forðast sársauka og finna vellíðan en í staðinn fyrir skyndilausnir með að gefa lyf gæti kosturinn verið að nota samþættar meðferðir til að bæta heilsu og auka vellíðan. Nota skaðminni verkjalyf: slökun, nudd, hugræna og líkamlega þjálfun. Viðbótarmeðferðir eru jákvæðar fyrir lýðheilsu, þar er hollusta í fæðu og náttúruleg fæðubótarefni mikilvæg. Rannsóknir sýna að hægt er að minnka streitu, lækka háan blóðþrýsting, draga úr bólgum, verkjum og ógleði, vinna með geðræn einnkenni, þunglyndi, kvíða og auka vellíðan, lífsgæði, bæta svefn og hamingju. Við framleiðslu kemískra efna í lækningarskyni verður oft mikil mengun. Sterkur þáttur í lýðheilsu er að fyrirbyggja og að hver einstaklingur taki ábyrgð á sínu heilbrigði. Með notkun gagnreyndra vibótarmeðferða er ekki verið að nota kemísk efni, sem geta spillt bæði heilsu og umhverfi. Allar meðferðir sem notaðar er í heilbrigðisþjónustu skulu byggðar á gagnreyndum rannsóknum sem styðja við að notkun þeirra sé fyrirbyggjandi, lækni sjúkdóma og veiti vellíðan.Viðsnúningur Áður en skipulögð heilbrigðisþjónusta og menntun heilbrigðisstarfsfólks átti sér stað voru forfeður okkar að nota ýmsar aðferðir til að viðhalda heilbrigði og lækna mein. Þeir notuðu jurtir og aðferðir sem byggðu á tengslum hugar og líkama og báru mikla virðingu fyrir náttúrunni. Síðan kom hátæknin til sögunnar og efnafræðilega tilbúin lyf, fólk trúði að þar væri komin lausn á heilbrigðisvandamálum og eftirspurn eftir náttúrulegum viðbótarmeðferðum fór minnkandi. Viðbótameðferðir voru nefndar kukl af sumum lærðum mönnum sem ekki sáu ávinning með notkun þeirra. Þessar meðferðir voru jafnvel álitnar stórhættulegar þar sem ekki voru til rannsóknir til að styðja þær. En nú er orðinn viðsnúningur, margar þessara viðbótarmeðferðir hafa verið rannsakaðar og sýnt gagnsemi sína, jafnframt sem fólk hefur gert sér grein fyrir að hátækni og lyf eru ekki alltaf lausnir í veikindum. Eftirspurn eftir viðbótarmeðferðum hefur aukist hér á landi. Rúnar Vilhjálmsson hefur sýnt fram á í rannsóknum að af fólki sem var á aldrinum 18-75 ára og átti við veikindi að stríða voru 31,8% sem leituðu viðbótarlækninga árið 2007, árið 2015 var þessi tala komin upp í 47,9%. Allar stéttir notfærðu sér þessar meðferðir. Algengast var að fólk var að nota óhefðbundna þjónustu í viðbót við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Það er því sýnilegt ákall neytenda um að notaðar séu samþættar meðferðir. Í grein minni Hefðbundin eða óhefðbundin meðferð árið 2015 kallaði ég eftir því að stjórnvöld mótuðu stefnu í notkun gagnreyndra, samþættra meðferða innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu, að fræðsla, þekking og tækifæri væru aukin. Þannig getum við fyrirbyggt að vera þjóð sem notar mest af verkjalyfjum, sýklalyfjum og geðlyfjum, í að vera þjóð sem nær að tileinka sér heilbrigðari lífshætti og hamingju. Það er líka tímabært að auka þjónustukannanir í heilbrigðisþjónustu, heyra raddir neytenda og aðlaga faglega þekkingu að því sem neytandinn kallar eftir. Þannig ætti þjónustan að verða skilvirkari, árangursríkari og skila okkur betri lýðheilsu.Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, í stjórn Fagdeildar um viðbótarmeðferð Fíh Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur til nokkurra ára unnið að því að kynna og kalla eftir umræðu, rannsókn og fræðslu um það sem hér á landi hefur verið kallað viðbótar- og óhefðbundnar meðferðir. Ábending er að gagnreyndar viðbótarmeðferðir verði valkostur sem stendur til boða í heilbrigðisþjónustunni og kallaðar samþættar meðferðir. Þegar við tölum um samþættar meðferðir í hjúkrunar- og læknisþjónustu erum við að tala um meðferðir sem NCCH (National center for complementary and integrative health) segir að sé samsafn meðferða sem bæta heilsu fólks og auka vellíðan. Gróf skipting er í tvo flokka, annars vegar flokkur sem byggir á tengslum hugar og líkama, dæmi: slökun, dáleiðsla, djúpöndun, tónlistarmeðferð, nudd, svæðanudd, höfuðbeina- og spjaldhryggjarjöfnun, orkumeðferðir, reiki, nálastungur, læknandi snerting. Hins vegar lífrænar meðferðir, dæmi: fæðubótarefni sem innihalda náttúruleg innihaldsefni, jurtir, ilmkjarnaolíur og olíur unnar á náttúrulegan hátt t.d. úr fiski. Samþættar meðferðir eru mjög mikilvægar fyrir lýðheilsu. Sem dæmi þá höfum við heyrt miklar umræður um sterk verkjalyf, ópíumlyf, sem orsaka fjölda dauðsfalla í Bandaríkjunum og tugir hér á landi hafa líka látið lífið vegna þeirra. Það er eðlislægt að vilja forðast sársauka og finna vellíðan en í staðinn fyrir skyndilausnir með að gefa lyf gæti kosturinn verið að nota samþættar meðferðir til að bæta heilsu og auka vellíðan. Nota skaðminni verkjalyf: slökun, nudd, hugræna og líkamlega þjálfun. Viðbótarmeðferðir eru jákvæðar fyrir lýðheilsu, þar er hollusta í fæðu og náttúruleg fæðubótarefni mikilvæg. Rannsóknir sýna að hægt er að minnka streitu, lækka háan blóðþrýsting, draga úr bólgum, verkjum og ógleði, vinna með geðræn einnkenni, þunglyndi, kvíða og auka vellíðan, lífsgæði, bæta svefn og hamingju. Við framleiðslu kemískra efna í lækningarskyni verður oft mikil mengun. Sterkur þáttur í lýðheilsu er að fyrirbyggja og að hver einstaklingur taki ábyrgð á sínu heilbrigði. Með notkun gagnreyndra vibótarmeðferða er ekki verið að nota kemísk efni, sem geta spillt bæði heilsu og umhverfi. Allar meðferðir sem notaðar er í heilbrigðisþjónustu skulu byggðar á gagnreyndum rannsóknum sem styðja við að notkun þeirra sé fyrirbyggjandi, lækni sjúkdóma og veiti vellíðan.Viðsnúningur Áður en skipulögð heilbrigðisþjónusta og menntun heilbrigðisstarfsfólks átti sér stað voru forfeður okkar að nota ýmsar aðferðir til að viðhalda heilbrigði og lækna mein. Þeir notuðu jurtir og aðferðir sem byggðu á tengslum hugar og líkama og báru mikla virðingu fyrir náttúrunni. Síðan kom hátæknin til sögunnar og efnafræðilega tilbúin lyf, fólk trúði að þar væri komin lausn á heilbrigðisvandamálum og eftirspurn eftir náttúrulegum viðbótarmeðferðum fór minnkandi. Viðbótameðferðir voru nefndar kukl af sumum lærðum mönnum sem ekki sáu ávinning með notkun þeirra. Þessar meðferðir voru jafnvel álitnar stórhættulegar þar sem ekki voru til rannsóknir til að styðja þær. En nú er orðinn viðsnúningur, margar þessara viðbótarmeðferðir hafa verið rannsakaðar og sýnt gagnsemi sína, jafnframt sem fólk hefur gert sér grein fyrir að hátækni og lyf eru ekki alltaf lausnir í veikindum. Eftirspurn eftir viðbótarmeðferðum hefur aukist hér á landi. Rúnar Vilhjálmsson hefur sýnt fram á í rannsóknum að af fólki sem var á aldrinum 18-75 ára og átti við veikindi að stríða voru 31,8% sem leituðu viðbótarlækninga árið 2007, árið 2015 var þessi tala komin upp í 47,9%. Allar stéttir notfærðu sér þessar meðferðir. Algengast var að fólk var að nota óhefðbundna þjónustu í viðbót við hefðbundna heilbrigðisþjónustu. Það er því sýnilegt ákall neytenda um að notaðar séu samþættar meðferðir. Í grein minni Hefðbundin eða óhefðbundin meðferð árið 2015 kallaði ég eftir því að stjórnvöld mótuðu stefnu í notkun gagnreyndra, samþættra meðferða innan íslenskrar heilbrigðisþjónustu, að fræðsla, þekking og tækifæri væru aukin. Þannig getum við fyrirbyggt að vera þjóð sem notar mest af verkjalyfjum, sýklalyfjum og geðlyfjum, í að vera þjóð sem nær að tileinka sér heilbrigðari lífshætti og hamingju. Það er líka tímabært að auka þjónustukannanir í heilbrigðisþjónustu, heyra raddir neytenda og aðlaga faglega þekkingu að því sem neytandinn kallar eftir. Þannig ætti þjónustan að verða skilvirkari, árangursríkari og skila okkur betri lýðheilsu.Höfundur er geðhjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, í stjórn Fagdeildar um viðbótarmeðferð Fíh
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun