Umskurðarfrumvarpi vísað frá fyrir þinglok Sveinn Arnarsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Umskurðarfrumvarpið sem liggur fyrir Alþingi hefur vakið heimsathygli. Vísir/Getty Allsherjar- og menntamálanefnd mun leggja til við Alþingi að frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum, þess efnis að banna umskurð drengja, verði vísað frá. Silja Dögg segir tilganginn með þessu frumvarpi sínu að verja hagsmuni barna og vill að málið verði unnið áfram í fagráðuneytum. Frumvarpinu var útbýtt á þingi í lok janúar og frá þeim tíma hafa alls 133 umsagnir um það borist þinginu. Einnig hefur fjöldinn allur af bréfum verið sendur þingmönnum þar sem menn skiptast í tvo hópa; með og á móti frumvarpinu. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar þann 1. mars og hefur setið þar fast síðan. Silja Dögg hafði ekki heyrt þessar málalyktir þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ef nefndin ákveður að vísa málinu til ríkisstjórnar þá geri ég ráð fyrir því að ákveðin skoðun fari fram. Þá er tilganginum náð,“ segir Silja Dögg. „Tilgangur frumvarpsins er að vernda réttindi barna. En við meðferð málsins hafa komið í ljós fjölmargar hliðar sem þarf að skoða betur.“Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/vilhelmAðeins nokkrir þingdagar eru eftir þar til alþingismenn fara í sumarfrí. Að mati Silju getur það því verið heillavænlegt fyrir frumvarpið ef því verður vísað frá. „Nú er langt liðið á apríl svo að ég sé ekki fyrir mér að allsherjar- og menntamálanefnd nái að fara eins vandlega yfir málið og þörf er á. Það er ekki langt eftir af þinginu. Ef þetta verður niðurstaða nefndarinnar, að vísa málinu til ríkisstjórnar, er ég viss um að þar séu tæki og mannskapur og þekking til að fara yfir þessa hluti sem fram hafa komið í umsögnum um málið.“ Frumvarp Silju Daggar, og átta annarra þingmanna, hefur vakið mikla athygli, bæði hér landi og utan landsteinanna. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu með frumvarpinu. Rúmlega 400 íslenskir læknar lýstu jafnframt ánægju með það en þeir sögðu umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagðist gegn frumvarpinu og sagði að með samþykkt þess myndaðist hætta á að gyðingdómur og íslam yrðu gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum á Íslandi. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ ritaði Agnes í umsögn sinni um frumvarpið. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu gagnrýndu frumvarpið. Þeir sögðu frumvarpið setja hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki. Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Allsherjar- og menntamálanefnd mun leggja til við Alþingi að frumvarpi Silju Daggar Gunnarsdóttur um breytingu á almennum hegningarlögum, þess efnis að banna umskurð drengja, verði vísað frá. Silja Dögg segir tilganginn með þessu frumvarpi sínu að verja hagsmuni barna og vill að málið verði unnið áfram í fagráðuneytum. Frumvarpinu var útbýtt á þingi í lok janúar og frá þeim tíma hafa alls 133 umsagnir um það borist þinginu. Einnig hefur fjöldinn allur af bréfum verið sendur þingmönnum þar sem menn skiptast í tvo hópa; með og á móti frumvarpinu. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar þann 1. mars og hefur setið þar fast síðan. Silja Dögg hafði ekki heyrt þessar málalyktir þegar Fréttablaðið náði tali af henni. „Ef nefndin ákveður að vísa málinu til ríkisstjórnar þá geri ég ráð fyrir því að ákveðin skoðun fari fram. Þá er tilganginum náð,“ segir Silja Dögg. „Tilgangur frumvarpsins er að vernda réttindi barna. En við meðferð málsins hafa komið í ljós fjölmargar hliðar sem þarf að skoða betur.“Silja Dögg Gunnarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Vísir/vilhelmAðeins nokkrir þingdagar eru eftir þar til alþingismenn fara í sumarfrí. Að mati Silju getur það því verið heillavænlegt fyrir frumvarpið ef því verður vísað frá. „Nú er langt liðið á apríl svo að ég sé ekki fyrir mér að allsherjar- og menntamálanefnd nái að fara eins vandlega yfir málið og þörf er á. Það er ekki langt eftir af þinginu. Ef þetta verður niðurstaða nefndarinnar, að vísa málinu til ríkisstjórnar, er ég viss um að þar séu tæki og mannskapur og þekking til að fara yfir þessa hluti sem fram hafa komið í umsögnum um málið.“ Frumvarp Silju Daggar, og átta annarra þingmanna, hefur vakið mikla athygli, bæði hér landi og utan landsteinanna. Um 600 hjúkrunarfræðingar og ljósmæður skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu með frumvarpinu. Rúmlega 400 íslenskir læknar lýstu jafnframt ánægju með það en þeir sögðu umskurð drengja ganga gegn Genfaryfirlýsingu lækna. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lagðist gegn frumvarpinu og sagði að með samþykkt þess myndaðist hætta á að gyðingdómur og íslam yrðu gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum á Íslandi. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ ritaði Agnes í umsögn sinni um frumvarpið. Trúarleiðtogar gyðinga í Evrópu gagnrýndu frumvarpið. Þeir sögðu frumvarpið setja hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki.
Birtist í Fréttablaðinu Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Talsmaður kaþólsku kirkjunnar á Íslandi líkir umskurðsbanni við útrýmingarstefnu nasista „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ er haft eftir Jakob Rollandi í The Catholic Herald. 19. apríl 2018 13:04