Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 16:50 Bandarískir þingmenn fögnuðu Macron þó að boðskapur hans virtist ekki fara vel í þá alla. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018 Loftslagsmál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018
Loftslagsmál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira