Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 16:50 Bandarískir þingmenn fögnuðu Macron þó að boðskapur hans virtist ekki fara vel í þá alla. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018 Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018
Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira