Skemmdir í Perlunni minni en menn óttuðust Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2018 13:00 Þessi mynd var tekin inni í Perlunni í morgun og sýnir ansi vel skemmdirnar sem urðu þar inni. mynd/Þórhildur Rán Torfadóttir Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. Slökkvilið var að störfum vegna brunans í um tólf klukkustundir. Perlan verður lokuð í einhverja daga vegna brunans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var með hámarks viðbúnað þegar eldur kom upp í klæðningu í einum tankanna við Perluna um klukkan hálf þrjú í gær. Allur tiltækur mannafli og tæki voru send á staðinn en erfitt var að komast að rótum eldsins sem leyndist á bakvið klæðningar í tanknum. Slökkvistarfi lauk um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru með vakt við húsið til klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, sem leigir jarðhæð Perlunnar segir að skemmdir hafi sem betur fer reynst minni en hann óttaðist í gær en skemmdir séu vegna vatns og reyks. „Það er lykt í húsinu. Við höfum það markmið að opna hér sýningu á heimsmælikvarða og munum ekki opna húsið ef það er lykt í því. Þannig að við viljum tryggja að upplifun gesta sé 100 prósent,“ segir Gunnar. Þetta muni tefja opnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru lítillega en vonandi takist samt að opna hana næstkomandi föstudag. „Ef lyktin er farin opnum við húsið um leið. Perlan er lykil mannvirki í Reykjavík. Þetta er hús sem getur ekki verið lokað.“ Það var verið að vinna inni í tanknum að stjörnumiðstöðinni ykkar. Mun þetta tefja það verk mikið? „Nei, ekkert. Við stefnum að því að opna stjörnuver Perlunnar á haustmánuðum. Við stefndum að 1. október og ætlum að halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Gunnar. Þegar eldurinn kom upp í gær hafði Gunnar miklar áhyggjur af dýrum búnaði sem tengist sýningum í Perlunni og metinn er á um tvo milljarða króna. En unnið er að uppsetningu mikillar sýningar í húsinu, meðal annars stjörnumiðstöðvar í tanknum þar sem eldurinn kom upp.Slapp hann eða urðu skemmdir á hluta hans? „Það lítur út fyrir að mestur hluti búnaðarins sé í lagi. Hins vegar er það þannig að þegar reykur fer inn í skjávarpa og skjávarpar eru ekki vinur vatns, vitum við aldrei hvernig fer. Við erum að fara að kveikja á græjunum okkar á eftir. Ég get ekki sagt nákvæmlega um stöðuna á skjávörpunum en allur okkar aðaltölvubúnaður virðist vera í lagi og lang stærsti hluti sýningarinnar er í lagi.“Er búið að dæla öllu vatni út? Þetta var auðvitað mikið magn af vatni sem fór þarna inn? „Já. Öllu vatni var dælt út í nótt,“ segir Gunnar Gunnarsson. Tengdar fréttir Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Skemmdir vegna brunans í Perlunni í gær eru minni en eigendur sýnigar í húsinu óttuðust en hreinsun og tiltekt hófst í húsinu í morgun. Slökkvilið var að störfum vegna brunans í um tólf klukkustundir. Perlan verður lokuð í einhverja daga vegna brunans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðins var með hámarks viðbúnað þegar eldur kom upp í klæðningu í einum tankanna við Perluna um klukkan hálf þrjú í gær. Allur tiltækur mannafli og tæki voru send á staðinn en erfitt var að komast að rótum eldsins sem leyndist á bakvið klæðningar í tanknum. Slökkvistarfi lauk um klukkan ellefu í gærkvöldi en slökkviliðsmenn voru með vakt við húsið til klukkan tvö í nótt. Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, sem leigir jarðhæð Perlunnar segir að skemmdir hafi sem betur fer reynst minni en hann óttaðist í gær en skemmdir séu vegna vatns og reyks. „Það er lykt í húsinu. Við höfum það markmið að opna hér sýningu á heimsmælikvarða og munum ekki opna húsið ef það er lykt í því. Þannig að við viljum tryggja að upplifun gesta sé 100 prósent,“ segir Gunnar. Þetta muni tefja opnun sýningarinnar Undur íslenskrar náttúru lítillega en vonandi takist samt að opna hana næstkomandi föstudag. „Ef lyktin er farin opnum við húsið um leið. Perlan er lykil mannvirki í Reykjavík. Þetta er hús sem getur ekki verið lokað.“ Það var verið að vinna inni í tanknum að stjörnumiðstöðinni ykkar. Mun þetta tefja það verk mikið? „Nei, ekkert. Við stefnum að því að opna stjörnuver Perlunnar á haustmánuðum. Við stefndum að 1. október og ætlum að halda okkur við þá dagsetningu,“ segir Gunnar. Þegar eldurinn kom upp í gær hafði Gunnar miklar áhyggjur af dýrum búnaði sem tengist sýningum í Perlunni og metinn er á um tvo milljarða króna. En unnið er að uppsetningu mikillar sýningar í húsinu, meðal annars stjörnumiðstöðvar í tanknum þar sem eldurinn kom upp.Slapp hann eða urðu skemmdir á hluta hans? „Það lítur út fyrir að mestur hluti búnaðarins sé í lagi. Hins vegar er það þannig að þegar reykur fer inn í skjávarpa og skjávarpar eru ekki vinur vatns, vitum við aldrei hvernig fer. Við erum að fara að kveikja á græjunum okkar á eftir. Ég get ekki sagt nákvæmlega um stöðuna á skjávörpunum en allur okkar aðaltölvubúnaður virðist vera í lagi og lang stærsti hluti sýningarinnar er í lagi.“Er búið að dæla öllu vatni út? Þetta var auðvitað mikið magn af vatni sem fór þarna inn? „Já. Öllu vatni var dælt út í nótt,“ segir Gunnar Gunnarsson.
Tengdar fréttir Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30 Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46 Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Sjá meira
Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. 24. apríl 2018 18:30
Slökkvistarfi lauk um klukkan tvö í nótt Slökkviliðsmönnum gekk erfiðlega að komast að rótum en lagði áherslu á að verja aðalbygginguna en þar inni er búnaður metinn á um eða yfir tvo milljarða króna. 25. apríl 2018 07:46