Íþróttadeild spáir Stjörnunni 2. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin tvö ár. Stjarnan komst svona hvað næst því að veita Valsmönnum einhverja samkeppni á síðasta ári en hún var ansi máttlaus eins og hjá öðrum liðum deildarinnar. Garðbæingar hafa fastmótaðar hugmyndir um sinn leikstíl sem hefur skilað þeim góðum árangri undanfarin ár og líklega verður engin breyting þar á.
Stjarnan tók meðvitaða ákvörðun fyrir síðustu leiktíð og ákvað að vera bara með íslenska leikmenn innan sinna raða en þeir höfðu verið ansi fáir í nokkur ár á undan. Það kemur því kannski ekkert sérstaklega á óvart að Stjarnan hefði unnið deildina ef aðeins íslensku mörkin hefðu talið á síðustu leiktíð. Stjarnan hefði þá unnið deildina með 45 stig og +27 í markatölu en Valsmenn hefðu verið í öðru sæti.
Þjálfari Stjörnunnar er Rúnar Páll Sigmundsson en hann er sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í Pepsi-deildinni í dag. Hann tók við Stjörnunni árið 2013 og gerði Stjörnuna að Íslandsmeistara á fyrsta ári og hefur síðan þá náð í tvö silfur og alltaf verið í Evrópubaráttu.
Svona munum við eftir Stjörnunni
Guðjón Baldvinsson átti sitt besta heila tímabil í efstu deild og skoraði tólf mörk en allir þrír skoruðu yfir tíu mörk sem er fáheyrt að gerist hjá einu liði í Pepsi-deildinni.
Liðið og leikmenn

Þrír sem að Stjarnan treystir á:
Daníel Laxdal: Þessi frábæri miðvörður virðist bara verða betri en hann hefur verið frábær í vetur og gæti átt sitt besta tímabil í sumar. Hann þarf að binda saman þriggja manna varnarlínu Stjörnunnar og vera leiðtoginn í öftustu víglínu. Daníel hefur spilað með meistaraflokki Stjörnunnar í rúman áratug og farið með liðinu úr 2. deild upp í Pepsi-deildina og fagnað með liðinu Íslandsmeistaratitli.
Hilmar Árni Halldórsson: Breiðhyltingurinn stimplaði sig rækilega inn sem einn besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann tók hreinlega yfir suma leiki á lokakaflanum og annað hvort skoraði sjálfur eða skapaði mark fyrir félaga sína. Það er erfitt að finna betri spyrnumann í deildinni en hornspyrnu hans er stundum álíka hættulegar og slakar vítaspyrnur.
Guðjón Baldvinsson: Framherjinn vinnusami reimaði á sig markaskóna fyrir alvöru í fyrsta sinn í efstu deild í sex ár þegar að hann skoraði tólf mörk í fyrra og fékk silfurskóinn. Hann hefur verið svolítið meiddur í aðdraganda Íslandsmótsins en það er mikil ábyrgð sem hvílir á Guðjóni að halda áfram að skora svona grimmt þar sem Hólmbert Aron er farinn.
Markaðurinn

Aftur á móti gæti leikstíll þessara tveggja stráka sem komu frá Ólafsvík hentað þeim svakalega vel og þeir gætu, eins og aðrir sem hafa komið í Garðabæinn, átt sitt besta tímabil í efstu deild.
Annars leyfðu Stjörnumenn þremur ungum strákum að fara sem voru ekki í þeirra plönum.
Markaðseinkunn: C
Hvað segir sérfræðingurinn?
„Stjarnan er ótrúlega skipulagt lið og leikmenn þekkja sín hlutverk inn og út. Það mun hjálpa þeim. Stjarnan mun gera atlögu að titlinum og ætla sér að gera það. Liðið spilar einfaldan og árangursríkan bolta og þ
að er alveg ljóst að það mun mikið mæða á Guðjóni Baldvinssyni í framlínunni.“„Stærsta spurningin er hvort að Stjarna muni sakna Hólmberts mikið í sumar. Ef svo er gæti liðið átt erfitt uppdráttar en Stjarnan verður klárlega í baráttunni eins og liðið ætlar sér,“ segir Gunnar Jarl Jónsson.
Spurt og svarað

Spurningamerkin eru … hversu mikið mun liðið sakna Hólmberts Arons sem var ekki bara frábær uppspilspunktur heldur mikill markaskorari. Að leysa hann af með Guðmundi Steini er ákveðin áhætta en eins og áður segir hafa menn komið inn í Stjörnuna og átt sína bestu daga á ferlinum. Ekki má gleyma að Guðmundur Steinn skoraði átta mörk fyrir afar dapurt lið Ólafsvíkur á síðustu leiktíð.
Binni bjartsýni og Siggi svartsýni
Það er líka gott að benda á að Hólmbert skoraði þremur mörkum meira fyrir Stjörnuna en Guðmundur Steinn gerði fyrir Ólafsvík. Ég býst ekki við færri mörkum en tólf frá Guðmundi með Hilmar Árna og Jobba að dæla boltum inn á teiginn.
Liðið veit hvað það stendur fyrir og hvernig það vill spila. Hvað eru mörg lið í deildinni sem geta sagt það sama? Þau eru fá enda hefur silfrið verið okkar undanfarin ár. Silfrið er reyndar að verða litur okkar Garðbæinga.
Siggi: Þessi frammistaða á leikmannamarkaðnum truflar mig. Hilmar Árni var besti leikmaðurinn í Leikni áður en að hann kom og Jósef Kristinn var langbesti leikmaður Grindavíkur áður en hann kom. Guðmundur Steinn hefur spilað mörg tímabil í efstu deild undir pari og Þorsteinn Már er sá leikmaður sem áhugamenn hafa beðið hvað lengst eftir að detti í gang. Ég er ekki að sjá það gerast.
Ég ætla að vona að þessi stefna að fá enga erlenda leikmenni komi ekki niður á okkur í toppbaráttunni því það er allt í lagi að fá einn góðan framherja ef hann er í boði. Ég vil benda á að við skoruðu 46(!!!) mörk í fyrra en vorum samt tólf stigum frá Íslandsmeistaratitlinum og misstum næst markahæsta manninn okkar.