Erfitt að komast að rótum eldsins í Perlunni Heimir Már Pétursson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 24. apríl 2018 18:30 Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi. Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Um tvö hundruð manns var gert að yfirgefa Perluna í skyndi þegar eldur kom upp í einum af tönkum hennar í dag. Slökkvilið leggur áherslu á að verja aðalbyggingu Perlunnar en þar innandyra er verðmætur búnaður sem metinn er á um eða yfir tvo milljarða króna. Mikill viðbúnaður slökkviliðs og lögreglu var við Perluna um klukkan hálf þrjú þegar eldur kom upp í einum af tönkum Perlunnar en eldurinn leyndist milli þilja. Að venju var nokkur fjöldi manns í Perlunni, starfsfólk og ferðamenn, eða um tvö hundruð manns sem gert var að yfirgefa bygginguna í skyndi. Birgir Finnsson aðstoðarslökkviliðsstjóri segir Iðnaðarmenn hafa verið að störfum í tanknum þegar eldurinn kom upp á bakvið klæðningu. En til stendur að setja upp stórt stjörnuver í tanknum. „Við höfum átt í erfiðleikum með að komast að henni. Þetta er klæning sem er utan á tanknum en nær líka inn í húsið. Er rétt að eldurinn hafi sennilega blossað upp út af störfum manna þarna inni? Hér voru iðnaðarmenn að störfum þegar eldurinn kviknaði. Þannig að það er líklegt, já,“ segir Birgir. Aðstæður slökkviliðsmanna eru erfiðar þar sem þeir sjá aðeins reyk en lítinn eld sem þó augljóslega er í klæðningunni. Áhersla er því lögð á að eldurinn breiðist ekki út í aðalbygginguna. Hefur orðið svo þú vitir til vatnstjón inn í aðalbygginu Perlunnar sjálfrar?„Við erum að reyna að breiða yfir hluti og bera út hluti. Þannig að við erum að reyna. það er dýr búnaður hér inni. Við fengum strax upplýsingar um það,“ segir Birgir. Verið var að undirbúa tankinn fyrir stórt stjörnuver sem þar á að vera. En leigjendur Perlunnar segja að heildarkostnaður við alla sýninguna á jarðhæðinni sé um tveir milljarðar króna. Birgir segir ekki hjá því komist að nota vatn til að ráða niðurlögum eldsins og búast megi við skemmdum vegna þess og vegna reyks. Vel gekk að rýma húsið og engin slys urðu á fólki. Reikna má að slökkviliðsmenn verði að störfum í allt kvöld og jafnvel lengur þar sem erfitt er að komast að rótum eldsins. Allur tiltækur mannafli slökkviliðs með þremur hópum reykkafara berst við eldinn. „Við erum með menn inni í tanknum, uppi á þakinu. Eldurinn er líka að komast í útsýnispallinn þannig að við erum að slá hann niður þar þegar hann dúkkar upp. Þannig að þetta er mannfrekt,“ segir Birgir Finsson. Störf á vettvangi ganga vel og á fljótlega að draga úr mannskap á svæðinu. Áfram verður vakt á svæðinu fram eftir kvöldi.
Tengdar fréttir Eldur í klæðningu Perlunnar Byggingin hefur verið rýmd. 24. apríl 2018 14:47 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira