Að keppa í kerlingavisjón Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 24. apríl 2018 07:00 Eftir sjö vikna vætutíð hér í spánskum suðursveitum er ég orðinn svo hvekktur að ég fæst ekki til að sleppa takinu á regnhlífinni þó ekki sjáist lengur skýhnoðri á himni. Það sem lék mig verst í vætunni var að hér erum við umkringd ólífuökrum og heimssýn íbúanna tekur mið af því. Rétt eins og allt var metið út frá sauðkindinni í Mosfellssveit í Innansveitarkroníku. Hér er gott veður einungis veður sem hentugt er til ólífuræktunar. Þannig að þegar ég ætlaði að leyfa mér að blóta bannsettri rigningunni var ég tekinn á beinið líkt og villutrúarmaður og kaffærður í sannindum um hvað þetta væri gott fyrir akurinn. Meira að segja í bókabúðinni þar sem einungis ein skrifstofublók var að kaupa bréfaklemmur hlaut ég ámæli. Það góða við þetta allt saman er þó það að ég fór að skilja hvernig það er að búa í samfélagi sem hefur allt aðra sýn á hlutina en ég. Ég er meira að segja að spá í að temja mér annars konar viðbrögð næst þegar ég heyri einhvern tjá skoðun sem er alveg á skjön við smekk og sýn allra í kringum hann. Prófa jafnvel að sjá hlutina með hans augum. Það væri jafnvel hægt að keppa í því að tileinka sér sýn þess sem maður síst skilur. Þannig að meðan músíkantar tækjust á í Júróvisjón gæti Hannes Hólmsteinn keppt í kratavisjón, Gylfi Ægisson í hommavisjón, Katrín Jakobs í sjallavisjón, reyndar standa þeir leikar yfir einmitt núna. Og svo færi nú vel á því að Óli Þórðar reyndi kapp sitt í kerlingavisjón. Ég er viss um að margir misstu þá óþarfa hugmyndir sem þeir halda dauðahaldi í, rétt eins og ég með regnhlífina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Eftir sjö vikna vætutíð hér í spánskum suðursveitum er ég orðinn svo hvekktur að ég fæst ekki til að sleppa takinu á regnhlífinni þó ekki sjáist lengur skýhnoðri á himni. Það sem lék mig verst í vætunni var að hér erum við umkringd ólífuökrum og heimssýn íbúanna tekur mið af því. Rétt eins og allt var metið út frá sauðkindinni í Mosfellssveit í Innansveitarkroníku. Hér er gott veður einungis veður sem hentugt er til ólífuræktunar. Þannig að þegar ég ætlaði að leyfa mér að blóta bannsettri rigningunni var ég tekinn á beinið líkt og villutrúarmaður og kaffærður í sannindum um hvað þetta væri gott fyrir akurinn. Meira að segja í bókabúðinni þar sem einungis ein skrifstofublók var að kaupa bréfaklemmur hlaut ég ámæli. Það góða við þetta allt saman er þó það að ég fór að skilja hvernig það er að búa í samfélagi sem hefur allt aðra sýn á hlutina en ég. Ég er meira að segja að spá í að temja mér annars konar viðbrögð næst þegar ég heyri einhvern tjá skoðun sem er alveg á skjön við smekk og sýn allra í kringum hann. Prófa jafnvel að sjá hlutina með hans augum. Það væri jafnvel hægt að keppa í því að tileinka sér sýn þess sem maður síst skilur. Þannig að meðan músíkantar tækjust á í Júróvisjón gæti Hannes Hólmsteinn keppt í kratavisjón, Gylfi Ægisson í hommavisjón, Katrín Jakobs í sjallavisjón, reyndar standa þeir leikar yfir einmitt núna. Og svo færi nú vel á því að Óli Þórðar reyndi kapp sitt í kerlingavisjón. Ég er viss um að margir misstu þá óþarfa hugmyndir sem þeir halda dauðahaldi í, rétt eins og ég með regnhlífina.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun