Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu Sylvía Hall skrifar 21. apríl 2018 13:35 Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar. Nordicphotos/AFP Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. Leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagði að frekari tilraunir væru óþarfar. Evrópusambandið sagði fregnirnar vera jákvæðar, en að ríkið þyrfti að afkjarnorkuvæðast sem allra fyrst. Utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, Federica Mogherini, sagði að þetta ætti að vera skref í þá átt. Þá hafa Bretar og Rússar tekið undir það, og sögðust Rússar vona að Bandaríkin og Suður-Kórea myndu minnka hernaðaraðgerðir á svæðinu. Á Twitter-reikningi sínum sagði Trump að fréttirnar væru ekki einungis góðar fyrir Norður-Kóreu heldur heimsbyggðina alla og að hann hlakkaði til fundar leiðtoganna, sem er áætlaður í júní.North Korea has agreed to suspend all Nuclear Tests and close up a major test site. This is very good news for North Korea and the World - big progress! Look forward to our Summit. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 20 April 2018 Leiðtogafundurinn þykir merkilegur, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta verður í fyrsta skipti sem leiðtogar þessara ríkja funda saman en lengi vel hefur verið spenna í samskiptum ríkjanna. Trump sagði meðal annars í ágúst að „eld og heift“ myndi rigna yfir landið ef Norður-Kórea myndi standa í hótunum við Bandaríkin. Talið er að þessar aðgerðir Jong-un séu vegna leiðtogafunda hans við bæði Bandaríkjaforseta og forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. Fundur leiðtoga Kóreuskagans verður í næstu viku og er það í fyrsta skipti í 11 ár sem leiðtogarnir funda. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. Leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagði að frekari tilraunir væru óþarfar. Evrópusambandið sagði fregnirnar vera jákvæðar, en að ríkið þyrfti að afkjarnorkuvæðast sem allra fyrst. Utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, Federica Mogherini, sagði að þetta ætti að vera skref í þá átt. Þá hafa Bretar og Rússar tekið undir það, og sögðust Rússar vona að Bandaríkin og Suður-Kórea myndu minnka hernaðaraðgerðir á svæðinu. Á Twitter-reikningi sínum sagði Trump að fréttirnar væru ekki einungis góðar fyrir Norður-Kóreu heldur heimsbyggðina alla og að hann hlakkaði til fundar leiðtoganna, sem er áætlaður í júní.North Korea has agreed to suspend all Nuclear Tests and close up a major test site. This is very good news for North Korea and the World - big progress! Look forward to our Summit. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 20 April 2018 Leiðtogafundurinn þykir merkilegur, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta verður í fyrsta skipti sem leiðtogar þessara ríkja funda saman en lengi vel hefur verið spenna í samskiptum ríkjanna. Trump sagði meðal annars í ágúst að „eld og heift“ myndi rigna yfir landið ef Norður-Kórea myndi standa í hótunum við Bandaríkin. Talið er að þessar aðgerðir Jong-un séu vegna leiðtogafunda hans við bæði Bandaríkjaforseta og forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. Fundur leiðtoga Kóreuskagans verður í næstu viku og er það í fyrsta skipti í 11 ár sem leiðtogarnir funda.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55 Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55
Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, tilkynnti í dag að Norður-Kórea mun ekki gera frekari kjarnorkutilraunir. 20. apríl 2018 22:59