Gini hvað? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Það mætti halda, svona miðað við umræðuna, að hvergi á byggðu bóli væri meiri ójöfnuð að finna en hér á Íslandi. Aftur og aftur koma stjórnmálamenn fram, einkum af vinstri vængnum, og fullyrða að hér sé gríðarlegur ójöfnuður í tekjum og sá ójöfnuður fari vaxandi. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður bendi til hins gagnstæða. Nú er auðvitað erfitt að mæla svona hluti og bera saman á milli landa. En mælingarnar benda í sömu átt og til dæmis virðist tekjumunur vera minnstur hér á landi miðað við Norðurlöndin. En samt heyrum við aftur og aftur sömu tugguna, bilið breikkar. Það væri mjög gagnlegt ef fréttamenn spyrðu næsta mann, sem fullyrðir að launamunur sé hér mikill og fari vaxandi, í hvaða gögn sé verið að vísa. En mikilvægara er samt að spyrja hvert lokamarkmiðið sé. Hvenær er kominn nægjanlegur jöfnuður? Viljum við að þessi margfrægi Gini-stuðull sem mælir tekjudreifinguna sé núll, það er allir með sömu tekjur, eða viljum við kannski að hann sé lægstur hér miðað við Norðurlöndin – sem er staðan núna? Vegna þessa var ánægjulegt að heyra forsætisráðherrann segja á fundi SA að tekjujöfnuðurinn væri mikill hér í alþjóðlegum samanburði og að Gini-stuðullinn sýndi að við værum í verðlaunasæti OECD-ríkja, jafnframt því sem hér væri fátækt einna minnst. Það er óskandi að ýmsir stjórnmálamenn á vinstri vængnum taki vel eftir þessum orðum forsætisráðherrans. Það er nefnilega lítill munur á því að draga upp falska mynd af stöðu mála og því að dreifa fölskum fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það mætti halda, svona miðað við umræðuna, að hvergi á byggðu bóli væri meiri ójöfnuð að finna en hér á Íslandi. Aftur og aftur koma stjórnmálamenn fram, einkum af vinstri vængnum, og fullyrða að hér sé gríðarlegur ójöfnuður í tekjum og sá ójöfnuður fari vaxandi. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður bendi til hins gagnstæða. Nú er auðvitað erfitt að mæla svona hluti og bera saman á milli landa. En mælingarnar benda í sömu átt og til dæmis virðist tekjumunur vera minnstur hér á landi miðað við Norðurlöndin. En samt heyrum við aftur og aftur sömu tugguna, bilið breikkar. Það væri mjög gagnlegt ef fréttamenn spyrðu næsta mann, sem fullyrðir að launamunur sé hér mikill og fari vaxandi, í hvaða gögn sé verið að vísa. En mikilvægara er samt að spyrja hvert lokamarkmiðið sé. Hvenær er kominn nægjanlegur jöfnuður? Viljum við að þessi margfrægi Gini-stuðull sem mælir tekjudreifinguna sé núll, það er allir með sömu tekjur, eða viljum við kannski að hann sé lægstur hér miðað við Norðurlöndin – sem er staðan núna? Vegna þessa var ánægjulegt að heyra forsætisráðherrann segja á fundi SA að tekjujöfnuðurinn væri mikill hér í alþjóðlegum samanburði og að Gini-stuðullinn sýndi að við værum í verðlaunasæti OECD-ríkja, jafnframt því sem hér væri fátækt einna minnst. Það er óskandi að ýmsir stjórnmálamenn á vinstri vængnum taki vel eftir þessum orðum forsætisráðherrans. Það er nefnilega lítill munur á því að draga upp falska mynd af stöðu mála og því að dreifa fölskum fréttum.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun