Freyja segir mikilvægt að finna fyrir stuðningi í baráttu sinni Grétar Þór Sigurðsson skrifar 21. apríl 2018 07:30 Freyja segist vera þakklát fyrir stuðning síðustu daga. Vísir/ Vilhelm Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira
Fullt var út úr dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þegar aðalmeðferð fór fram í máli Freyju Haraldsdóttur, þroskaþjálfa og kynjafræðings, gegn Barnaverndarstofu. Í samtali við Fréttablaðið sagði Freyja að 13 vitni hefðu komið fyrir dóminn, bæði frá sér og Barnaverndarstofu. Málið á sér langan aðdraganda. „Stefnan snýr að því að ég sæki um að gerast fósturforeldri árið 2014 og er samþykkt hjá sveitarfélagi. Í kjölfarið á maður með réttu að fara í frekara mat hjá Barnaverndarstofu sem felst í námskeiði. Þrátt fyrir að ég hafi uppfyllt öll skilyrði ákvað Barnaverndarstofa að hleypa mér ekki í frekara mat vegna þess að ég er fötluð og um það snýst málið,“ útskýrir Freyja. Freyja tekur það skýrt fram að málið snúist um málsmeðferðina en ekki beinan rétt hennar til þess að vera foreldri. Hún segir að krafa sín sé að dómurinn ógildi ákvörðun Barnaverndarstofu um að hún megi ekki halda áfram í ferlinu. Freyja byrjaði á að áfrýja ákvörðun Barnaverndarstofu til úrskurðarnefndar velferðarmála sem hafi staðfest niðurstöðuna.Auður Tinna (til hægri), er annar lögmanna Freyju.Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, annar lögmanna Freyju, segir að í málinu reyni mest á jafnræðisregluna annars vegar og á rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins hins vegar. Hún segir Barnaverndarstofu hafa neitað Freyju um frekara mat vegna skilyrða um almenna góða heilsu, öryggi og stöðugleika sem er að finna í 6. grein reglugerðar um fóstur. „Við byggjum á því í málinu að læknisvottorð og öll gögn málsins sýni að hún uppfyllir öll þessi skilyrði en Barnaverndarstofa telur ekkert skilyrðanna vera uppfyllt,“ bendir Auður Tinna á. Freyja segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi undanfarna daga. Fólk hefur meðal annars skipt út prófílmyndum sínum á Facebook til stuðnings Freyju. „Ég held að það hafi sýnt sig allra best við aðalmeðferðina því það var troðið út úr dyrum af stuðningsfólki og það komust ekki allir að sem vildu,“ segir Freyja þakklát. Hún segir það mikilvægt að finna fyrir stuðningi þegar barist er fyrir réttindum því það getur gengið nærri manni. Dómarar hafa fjórar til átta vikur til að skila dómi en Auður Tinna gerir sér vonir um að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Þegar Freyja er spurð um væntingar sínar til niðurstöðu dómsins segir hún það vera skyldu sína að vera vongóð. Hún hefði ekki farið í þetta ferli ef hún hefði ekki haft trú á að dæmt yrði henni í vil.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Sjá meira