Ekki rétt staðið að varðhaldi Sindra Þórs Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2018 22:00 Sindri Þór Stefánsson flúði rakleiðis til Svíþjóðar eftir að hafa strokið úr fangelsinu. Ekki er vitað hvar hann er niður kominn. Lögreglan á Suðurnesjum. Hæstiréttur taldi vinnubrögð lögreglu „stórlega vítaverð“ þegar manni var haldið í gæsluvarðhaldi án lagaheimildar í tæpan sólahring árið 2013. Mál þess manns virðist svipað Sindra Þórs Stefánssonar sem flúði land á meðan dómari íhugaði hvort að framlengja ætti útrunnið gæsluvarðhald yfir honum. Dósent í réttarfari bendir þó á að þetta hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu dómsins. Sindri Þór strauk úr opnu fangelsi að Sogni á aðfararnótt þriðjudags og flúði land. Hann hafði verið þar í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um aðild að meiriháttar þjófnaði á tölvubúnaði gagnavera. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út síðdegis á mánudag en dómari tók sér tíma til þriðjudagsmorguns til að íhuga kröfu um framlengingu. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu sagði hann að í fangelsinu hafi honum verið sagt að hann væri í reynd frjáls ferða sinna á mánudeginum en ef hann yfirgæfi fangelsið yrði hann handtekinn. Í dómi Hæstaréttar í máli þýsks manns sem var sakaður um aðild að stóru fíkniefnamáli árið 2013 voru sambærileg vinnubrögð átalin. Eins og í máli Sindra Þórs tók dómari sér tæplega sólahrings umþóttunartíma til að taka afstöðu til kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds. Krafan var tekin fyrir tíu mínútum áður en fyrri úrskurður átti að renna út. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald daginn eftir. Hæstiréttur taldi þá að maðurinn hafi verið sviptur frelsi sínu í tæpan sólahring án lagaheimildar. Í lögum standi að gæsluvarðhald verði ekki framlengt nema til komi nýr úrskurður. Þannig hefði verið brotið gegn skýrum fyrirmælum stjórnarskrár um að engan megi svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum í máli Þjóðverjans. Taldi Hæstiréttur þetta „stórlega vítavert“.Réttara að handtaka Sindra Þór á meðan úrskurðsins var beðið Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands, segir við Vísi að svo virðist sem að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldinu á Sindra Þór. Eðlilegra hefði verið að handtaka hann í millibilsástandinu á meðan dómari tók afstöðu til gæsluvarðhaldskröfunnar. Lögreglan getur haldið fólki í sólahring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Hún bendir á að Landsréttur hafi lagt blessun sína yfir slíka handtöku nýlega í máli Sveins Gests Tryggvasonar sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir líkamsrárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Svo virðist sem að farist hafi fyrir að krefjast endurnýjaðs gæsluvarðhalds yfir honum í mars. Þegar hann gekk út úr fangelsinu á Hólmsheiði mætti honum hópur lögreglumanna sem handtók hann. Dómari úrskurðaði hann svo í áframhaldandi gæsluvarðhald.Ávíturnar höfðu ekki áhrif á niðurstöðuna Þrátt fyrir að ekki hafi verið staðið formlega rétt að varðhaldi Sindra Þórs segir Kristín að það réttlæti ekki strok úr fangelsi. Þá bendir hún á að ávítur Hæstaréttar í máli Þjóðverjans hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Hann hafi eftir sem áður verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. „Þau voru að finna að því hvernig að þessu var staðið en þetta leiddi ekki til þess að maðurinn væri látinn laus,“ segir hún. Kristín segist ekki skilja hvers vegna mistök af þessu tagi hafi nú endurtekið sig og það vekji athygli að í báðum tilfellum hafi sama lögregluembætti, lögreglan á Suðurnesjum, komið við sögu. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Hæstiréttur taldi vinnubrögð lögreglu „stórlega vítaverð“ þegar manni var haldið í gæsluvarðhaldi án lagaheimildar í tæpan sólahring árið 2013. Mál þess manns virðist svipað Sindra Þórs Stefánssonar sem flúði land á meðan dómari íhugaði hvort að framlengja ætti útrunnið gæsluvarðhald yfir honum. Dósent í réttarfari bendir þó á að þetta hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu dómsins. Sindri Þór strauk úr opnu fangelsi að Sogni á aðfararnótt þriðjudags og flúði land. Hann hafði verið þar í gæsluvarðhaldi en hann er grunaður um aðild að meiriháttar þjófnaði á tölvubúnaði gagnavera. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum rann út síðdegis á mánudag en dómari tók sér tíma til þriðjudagsmorguns til að íhuga kröfu um framlengingu. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu sagði hann að í fangelsinu hafi honum verið sagt að hann væri í reynd frjáls ferða sinna á mánudeginum en ef hann yfirgæfi fangelsið yrði hann handtekinn. Í dómi Hæstaréttar í máli þýsks manns sem var sakaður um aðild að stóru fíkniefnamáli árið 2013 voru sambærileg vinnubrögð átalin. Eins og í máli Sindra Þórs tók dómari sér tæplega sólahrings umþóttunartíma til að taka afstöðu til kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds. Krafan var tekin fyrir tíu mínútum áður en fyrri úrskurður átti að renna út. Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald daginn eftir. Hæstiréttur taldi þá að maðurinn hafi verið sviptur frelsi sínu í tæpan sólahring án lagaheimildar. Í lögum standi að gæsluvarðhald verði ekki framlengt nema til komi nýr úrskurður. Þannig hefði verið brotið gegn skýrum fyrirmælum stjórnarskrár um að engan megi svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum í máli Þjóðverjans. Taldi Hæstiréttur þetta „stórlega vítavert“.Réttara að handtaka Sindra Þór á meðan úrskurðsins var beðið Kristín Benediktsdóttir, dósent í réttarfari við lagadeild Háskóla Íslands, segir við Vísi að svo virðist sem að ekki hafi verið rétt staðið að varðhaldinu á Sindra Þór. Eðlilegra hefði verið að handtaka hann í millibilsástandinu á meðan dómari tók afstöðu til gæsluvarðhaldskröfunnar. Lögreglan getur haldið fólki í sólahring án gæsluvarðhaldsúrskurðar. Hún bendir á að Landsréttur hafi lagt blessun sína yfir slíka handtöku nýlega í máli Sveins Gests Tryggvasonar sem var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir líkamsrárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal í fyrra. Svo virðist sem að farist hafi fyrir að krefjast endurnýjaðs gæsluvarðhalds yfir honum í mars. Þegar hann gekk út úr fangelsinu á Hólmsheiði mætti honum hópur lögreglumanna sem handtók hann. Dómari úrskurðaði hann svo í áframhaldandi gæsluvarðhald.Ávíturnar höfðu ekki áhrif á niðurstöðuna Þrátt fyrir að ekki hafi verið staðið formlega rétt að varðhaldi Sindra Þórs segir Kristín að það réttlæti ekki strok úr fangelsi. Þá bendir hún á að ávítur Hæstaréttar í máli Þjóðverjans hafi ekki haft áhrif á niðurstöðuna. Hann hafi eftir sem áður verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. „Þau voru að finna að því hvernig að þessu var staðið en þetta leiddi ekki til þess að maðurinn væri látinn laus,“ segir hún. Kristín segist ekki skilja hvers vegna mistök af þessu tagi hafi nú endurtekið sig og það vekji athygli að í báðum tilfellum hafi sama lögregluembætti, lögreglan á Suðurnesjum, komið við sögu.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Lögreglustjóri mótmælti að Sindri færi í opið fangelsi Sindri Þór Stefánsson virðist hafa spilað á fangelsisyfirvöld. 20. apríl 2018 11:30
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01