Hlynur áfram í Garðabænum: „Fannst ég þurfa að gera meira hérna“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. apríl 2018 17:30 Hlynur Bæringsson vísir Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson framlengdi í dag samning sinn við Stjörnuna. Hlynur verður 36 ára á árinu en sagði það hafa legið beint við að framlengja við Garðarbæjarfélagið.Vísir greindi frá því í dag að Hlynur hafi skrifað undir til tveggja ára, líkt og Tómas Þórður Hilmarsson og Dagur Kár Jónsson. „Ég er tiltölulega nýkominn að utan úr atvinnumennsku og vildi ekki vera að rífa þau [fjölskylduna] upp aftur. Þess utan þá fannst mér ég þurfa að gera aðeins meira hérna, þetta var ekki nógu gott í fyrra og við þurfum að gera betur en það,“ sagði Hlynur Bæringsson við Arnar Björnsson á blaðamannafundi Stjörnunnar í dag. Tímabilið sem er að klárast í Domino's deild karla hefur verið ákveðin vonbrigði hjá Garðarbæingum. Þeir lentu í sjöunda sæti deildarinnar og duttu út úr 8-liða úrslitum gegn ÍR. Hrafn Kristjánsson hefur látið af störfum sem þjálfari og Arnar Guðjónsson tekið við. „Það er mjög stórt fyrir okkur að fá Dag heim og nú eru tveir af okkar sterkustu byrjunarliðsmönnum úr Garðabænum og ég held að það sé mjög sterkt fyrir okkur og fyrir samfélagið.“ „Nýr þjálfari kemur með nýjar áherslur, hann er svolítið öðruvísi, svo það verða breytingar.“ „Ég held við getum sagt það strax að stefnan verður að gera betur. Það veltur svolítið á hvaða leikmenn við fáum, leikmannamál verða að heppnast vel og ef að það gengur þá stefnum við eins hátt og við getum, bara á toppinn og þess vegna titilinn.“ Hlynur sagðist handviss um það að fleiri leikmenn væru á leiðinni í Garðabæinn. „Ég bara veit ekki hverjir það verða.“ Ákvörðun Hlyns að halda áfram hjá Stjörnunni gefur vonir um að hann ætli sér einnig að halda áfram að spila með íslenska landsliðinu, en margir af eldri leikmönnum þess hafa tilkynnt það á síðustu misserum að landsliðsskórnir séu á leiðinni á hilluna. „Ég ætla að spila eitthvað áfram á meðan það er hægt að nota mig. Það eru landsliðsverkefni í sumar og ég ætla að reyna að hjálpa þeim ef ég næ að koma mér í almennilegt stand.“ „Ég ætla ekki að fara ef ég næ ekki að gera það, ég fer kannski í aðeins öðruvísi hlutverk, maður fer kannski að færa sig aðeins á bekkinn.“ Það síðasta sem sást til Hlyns Bæringssonar í Stjörnuliðinu í vetur var hið umtalaða höfuðhögg sem hann fékk frá Ryan Taylor í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Hann var ekki með í fjórða og síðasta leik seríunnar og þá voru Stjörnumenn farnir í sumarfrí. Hvernig er heilsan í dag? „Hún er ágæt. Ég var svolítið eftir mig eftir þetta en nú eru komnar einhverjar þrjár vikur síðan og ég hef það ágætt. Ég er ekkert byrjaður að æfa, er búinn að vera að slaka á. Það kemur svo í ljós þegar ég fer að æfa.“ „Það var svo mikil hræðsla í kringum þetta, með alla þessa menntuðu og ómenntuðu doktora út um allt þá var maður svolítið smeykur við þetta en ég vonast bara til þess að ég verði 100 prósent, ef ég verð ekki laminn illa í sumar,“ sagði Hlynur Bæringsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að skoða þyrfti viðbrögðin á keppnisstað í gær en Hlynur spilaði í rúman hálftíma eftir höggið. 23. mars 2018 11:30 Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Arnari Guðjónssyni, nýjum þjálfara Stjörnunnar, er gert að byggja upp nýtt lið á Stjörnumönnum til framtíðar. 6. apríl 2018 16:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson framlengdi í dag samning sinn við Stjörnuna. Hlynur verður 36 ára á árinu en sagði það hafa legið beint við að framlengja við Garðarbæjarfélagið.Vísir greindi frá því í dag að Hlynur hafi skrifað undir til tveggja ára, líkt og Tómas Þórður Hilmarsson og Dagur Kár Jónsson. „Ég er tiltölulega nýkominn að utan úr atvinnumennsku og vildi ekki vera að rífa þau [fjölskylduna] upp aftur. Þess utan þá fannst mér ég þurfa að gera aðeins meira hérna, þetta var ekki nógu gott í fyrra og við þurfum að gera betur en það,“ sagði Hlynur Bæringsson við Arnar Björnsson á blaðamannafundi Stjörnunnar í dag. Tímabilið sem er að klárast í Domino's deild karla hefur verið ákveðin vonbrigði hjá Garðarbæingum. Þeir lentu í sjöunda sæti deildarinnar og duttu út úr 8-liða úrslitum gegn ÍR. Hrafn Kristjánsson hefur látið af störfum sem þjálfari og Arnar Guðjónsson tekið við. „Það er mjög stórt fyrir okkur að fá Dag heim og nú eru tveir af okkar sterkustu byrjunarliðsmönnum úr Garðabænum og ég held að það sé mjög sterkt fyrir okkur og fyrir samfélagið.“ „Nýr þjálfari kemur með nýjar áherslur, hann er svolítið öðruvísi, svo það verða breytingar.“ „Ég held við getum sagt það strax að stefnan verður að gera betur. Það veltur svolítið á hvaða leikmenn við fáum, leikmannamál verða að heppnast vel og ef að það gengur þá stefnum við eins hátt og við getum, bara á toppinn og þess vegna titilinn.“ Hlynur sagðist handviss um það að fleiri leikmenn væru á leiðinni í Garðabæinn. „Ég bara veit ekki hverjir það verða.“ Ákvörðun Hlyns að halda áfram hjá Stjörnunni gefur vonir um að hann ætli sér einnig að halda áfram að spila með íslenska landsliðinu, en margir af eldri leikmönnum þess hafa tilkynnt það á síðustu misserum að landsliðsskórnir séu á leiðinni á hilluna. „Ég ætla að spila eitthvað áfram á meðan það er hægt að nota mig. Það eru landsliðsverkefni í sumar og ég ætla að reyna að hjálpa þeim ef ég næ að koma mér í almennilegt stand.“ „Ég ætla ekki að fara ef ég næ ekki að gera það, ég fer kannski í aðeins öðruvísi hlutverk, maður fer kannski að færa sig aðeins á bekkinn.“ Það síðasta sem sást til Hlyns Bæringssonar í Stjörnuliðinu í vetur var hið umtalaða höfuðhögg sem hann fékk frá Ryan Taylor í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Hann var ekki með í fjórða og síðasta leik seríunnar og þá voru Stjörnumenn farnir í sumarfrí. Hvernig er heilsan í dag? „Hún er ágæt. Ég var svolítið eftir mig eftir þetta en nú eru komnar einhverjar þrjár vikur síðan og ég hef það ágætt. Ég er ekkert byrjaður að æfa, er búinn að vera að slaka á. Það kemur svo í ljós þegar ég fer að æfa.“ „Það var svo mikil hræðsla í kringum þetta, með alla þessa menntuðu og ómenntuðu doktora út um allt þá var maður svolítið smeykur við þetta en ég vonast bara til þess að ég verði 100 prósent, ef ég verð ekki laminn illa í sumar,“ sagði Hlynur Bæringsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að skoða þyrfti viðbrögðin á keppnisstað í gær en Hlynur spilaði í rúman hálftíma eftir höggið. 23. mars 2018 11:30 Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Arnari Guðjónssyni, nýjum þjálfara Stjörnunnar, er gert að byggja upp nýtt lið á Stjörnumönnum til framtíðar. 6. apríl 2018 16:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48
Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði að skoða þyrfti viðbrögðin á keppnisstað í gær en Hlynur spilaði í rúman hálftíma eftir höggið. 23. mars 2018 11:30
Stjarnan vill byggja á sínum strákum: „Þurfum að halda vel á spilunum“ Arnari Guðjónssyni, nýjum þjálfara Stjörnunnar, er gert að byggja upp nýtt lið á Stjörnumönnum til framtíðar. 6. apríl 2018 16:30