Úrræði fyrir börn í fíknivanda Ásmundur Einar Daðason skrifar 20. apríl 2018 07:00 Undirritaður hefur lagt mikla áherslu á málefni barna og í undirbúningi er vinna sem miðar að því að gera breytingar á velferðarkerfinu til að styrkja stöðu barna auk þess að endurskoða barnaverndarlögin. Eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í þessari vinnu er umgjörðin sem við höfum þegar kemur að börnum í fíknivanda. Ég hef átt fjölda funda með aðilum sem þessu tengjast og þar má t.d. nefna Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir, Olnbogabörn (samtök aðstandenda barna með fíknivanda) auk fjölda einstaklinga. Þetta samtal hefur verið mikilvægt enda verða öll sjónarmið að heyrast þegar þessi mál eru annars vegar. Eftir þetta samtal er ljóst að þessi mál verða að vinnast hraðar heldur en áætlað er varðandi endurskoðun barnaverndarlaga.Nýtt úrræði á lokametrum Það hefur verið í vinnslu að setja á fót nýtt tilraunaverkefni Barnaverndarstofu fyrir eftirmeðferð barna sem hafa áður verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og eftir atvikum einnig á sjúkrastofnunum vegna alvarlegs fíknivanda og eiga erfitt með að yfirfæra meðferðarárangur á heimaslóðir eða fósturheimili. Þessi börn þurfa mun hægari aðlögun út í samfélagið en almennt tíðkast eftir dvöl á meðferðarheimili og þörfum þeirra verður ekki sinnt með endurteknum vistunum á meðferðarheimilum. Í góðu samstarfi ofangreindra aðila er vinnsla þessa á lokastigum og var verkefnið kynnt í ríkisstjórn í síðustu viku. Samhliða þessu verkefni verður farið í vinnu við að kortleggja og skoða þau meðferðarúrræði sem í boði eru og meta hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera. Ætlunin er að tillögur þeirrar vinnu liggi fyrir innan tveggja mánaða. Þar verði m.a. skoðað hvort ástæða sé til að aldursskipta og kynjaskipta meðferðarúrræðum meira en nú er gert. Það er ekki einungis samfélagslega mikilvægt að við bregðumst við þegar börn eiga í vanda, það er einnig þjóðhagslega mikilvægt. Börn eru það dýrmætasta sem samfélagið á og er fjárfesting í þeim besta fjárfestingin.Höfundur er félagsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undirritaður hefur lagt mikla áherslu á málefni barna og í undirbúningi er vinna sem miðar að því að gera breytingar á velferðarkerfinu til að styrkja stöðu barna auk þess að endurskoða barnaverndarlögin. Eitt þeirra atriða sem þarf að skoða í þessari vinnu er umgjörðin sem við höfum þegar kemur að börnum í fíknivanda. Ég hef átt fjölda funda með aðilum sem þessu tengjast og þar má t.d. nefna Barnaverndarstofu, barnaverndarnefndir, Olnbogabörn (samtök aðstandenda barna með fíknivanda) auk fjölda einstaklinga. Þetta samtal hefur verið mikilvægt enda verða öll sjónarmið að heyrast þegar þessi mál eru annars vegar. Eftir þetta samtal er ljóst að þessi mál verða að vinnast hraðar heldur en áætlað er varðandi endurskoðun barnaverndarlaga.Nýtt úrræði á lokametrum Það hefur verið í vinnslu að setja á fót nýtt tilraunaverkefni Barnaverndarstofu fyrir eftirmeðferð barna sem hafa áður verið vistuð á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu og eftir atvikum einnig á sjúkrastofnunum vegna alvarlegs fíknivanda og eiga erfitt með að yfirfæra meðferðarárangur á heimaslóðir eða fósturheimili. Þessi börn þurfa mun hægari aðlögun út í samfélagið en almennt tíðkast eftir dvöl á meðferðarheimili og þörfum þeirra verður ekki sinnt með endurteknum vistunum á meðferðarheimilum. Í góðu samstarfi ofangreindra aðila er vinnsla þessa á lokastigum og var verkefnið kynnt í ríkisstjórn í síðustu viku. Samhliða þessu verkefni verður farið í vinnu við að kortleggja og skoða þau meðferðarúrræði sem í boði eru og meta hvort og þá hvaða breytingar þurfi að gera. Ætlunin er að tillögur þeirrar vinnu liggi fyrir innan tveggja mánaða. Þar verði m.a. skoðað hvort ástæða sé til að aldursskipta og kynjaskipta meðferðarúrræðum meira en nú er gert. Það er ekki einungis samfélagslega mikilvægt að við bregðumst við þegar börn eiga í vanda, það er einnig þjóðhagslega mikilvægt. Börn eru það dýrmætasta sem samfélagið á og er fjárfesting í þeim besta fjárfestingin.Höfundur er félagsmálaráðherra
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar