Öll með í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. apríl 2018 20:19 Gott borgarsamfélag verður ekki til að sjálfu sér. Gott samfélag verður til þegar allir fá tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Þannig samfélag viljum við jafnaðarfólk í Samfylkingunni. Öll viljum við leggja okkar að mörkum, öll eigum við okkur vonir og þrár og öll tökumst við á við mismunandi áskoranir sem lífið færir okkur. Hvar sem við erum stödd á æviskeiðinu, hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða ef börnin okkar lenda í vanda eða einhver okkur nákominn, þá eigum við í góðu samfélagi að geta treyst á stuðning og hjálp og fundið sameiginlega leið. Öll þurfum við að fá tækifæri og engan má skilja eftir.Verkin tala – höldum áfram Undir forystu Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur, unnið á launamun kynjanna og leitt markvissa vinnu gegn ofbeldi í öllum myndum. Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu. Á næsta kjörtímabili getum við haldið áfram á sömu braut og aukið enn frekar aðstoð við þá sem þurfa á stuðningi að halda í borginni – enda á góðærið að nýta til slíkra hluta, ekki til skattaafslátta fyrir hina ríkari.Styðjum börn og fjölskyldur í vanda Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn í vanda. Það þarf að efla þjónustuna í skólunum, nútímavæða fræðslu og forvarnir um geðheilsu og fíknivanda og bjóða fjölskyldumeðferð. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að jafna aðstæður barna og unglinga til að þroska hæfileika sína í frístundastarfi og listnámi utan skóla. Við viljum halda áfram að efla skólahljómsveitir, opna æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfum, efna til tilraunaverkefnis með hverfiskóra barna og auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttir endurgjaldslaust.Örugg borg án ofbeldis Við komum á fót ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt. Við opnuðum Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði og erum að innleiða stóreflda skimun og forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Við þurfum áfram að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi í borginni.Aldursvæn borg Við höfum lækkað fasteignagjöld á alla borgarbúa og einnig hækkað sérstaklega afslætti á fasteignagjöldum fyrir eldri borgara og öryrkja. Við viljum á komandi kjörtímabili efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar, brúa kynslóðabilið og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með því að þróa áfram Menningar- og heilsukort eldri borgara.Geðheilsa í breyttu samfélagi Við þurfum einnig að svara kalli tímans með aukinni áherslu á bætta geðheilsu, vellíðan og geðrækt í borginni – sérstaklega á meðal ungs fólks. Við viljum auka sálfræðiþjónustu fyrir börn í grunnskólum borgarinnar og mæta betur þörfum fólks með fíknivanda. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum á borð við þá sem var opnuð í Breiðholti á kjörtímabilinu og styðjum áfram frjáls félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu borgarbúa.Áfram Reykjavík Í komandi kosningum er valið skýrt. Viljum við halda áfram að byggja upp kröftuga, nútímalega borg þar sem enginn verður skilinn eftir og þeir sem þess þurfa fá stuðning og hjálp? Viljum við borg án ofbeldis þar sem jafnrétti, jöfnuður og sjálfbærni eru gildi sem unnið er eftir? Ef svarið er já, þá kjósum við XS og höldum áfram að byggja borg fyrir alla.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Gott borgarsamfélag verður ekki til að sjálfu sér. Gott samfélag verður til þegar allir fá tækifæri til að þroskast og dafna og enginn er skilinn eftir. Þannig samfélag viljum við jafnaðarfólk í Samfylkingunni. Öll viljum við leggja okkar að mörkum, öll eigum við okkur vonir og þrár og öll tökumst við á við mismunandi áskoranir sem lífið færir okkur. Hvar sem við erum stödd á æviskeiðinu, hvort sem við glímum við veikindi, atvinnuleysi, fötlun eða ef börnin okkar lenda í vanda eða einhver okkur nákominn, þá eigum við í góðu samfélagi að geta treyst á stuðning og hjálp og fundið sameiginlega leið. Öll þurfum við að fá tækifæri og engan má skilja eftir.Verkin tala – höldum áfram Undir forystu Samfylkingarinnar hefur Reykjavíkurborg á liðnu kjörtímabili stóraukið framlög til skólastarfs og velferðarmála, fjölgað félagslegum íbúðum, stórhækkað frístundastyrkinn, eflt almenningssamgöngur, unnið á launamun kynjanna og leitt markvissa vinnu gegn ofbeldi í öllum myndum. Jöfnuður, jafnrétti og sjálfbærni hefur verið rauður þráður í allri okkar vinnu. Á næsta kjörtímabili getum við haldið áfram á sömu braut og aukið enn frekar aðstoð við þá sem þurfa á stuðningi að halda í borginni – enda á góðærið að nýta til slíkra hluta, ekki til skattaafslátta fyrir hina ríkari.Styðjum börn og fjölskyldur í vanda Við höfum lagt áherslu á geðheilsu og öflugan stuðning við börn í vanda. Það þarf að efla þjónustuna í skólunum, nútímavæða fræðslu og forvarnir um geðheilsu og fíknivanda og bjóða fjölskyldumeðferð. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að jafna aðstæður barna og unglinga til að þroska hæfileika sína í frístundastarfi og listnámi utan skóla. Við viljum halda áfram að efla skólahljómsveitir, opna æfingahúsnæði fyrir tónlistarfólk í hverfum, efna til tilraunaverkefnis með hverfiskóra barna og auka tækifæri yngstu barnanna til að prófa ólíkar íþróttir endurgjaldslaust.Örugg borg án ofbeldis Við komum á fót ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkur sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt. Við opnuðum Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Við gerðum samkomulag um örugga og ofbeldislausa skemmtistaði og erum að innleiða stóreflda skimun og forvarnir gegn ofbeldi í skólum borgarinnar. Við þurfum áfram að vinna markvisst gegn öllu ofbeldi í borginni.Aldursvæn borg Við höfum lækkað fasteignagjöld á alla borgarbúa og einnig hækkað sérstaklega afslætti á fasteignagjöldum fyrir eldri borgara og öryrkja. Við viljum á komandi kjörtímabili efla heimaþjónustu og heimahjúkrun enn frekar, brúa kynslóðabilið og hvetja til hreyfingar, útivistar og frístunda eldri borgara með því að þróa áfram Menningar- og heilsukort eldri borgara.Geðheilsa í breyttu samfélagi Við þurfum einnig að svara kalli tímans með aukinni áherslu á bætta geðheilsu, vellíðan og geðrækt í borginni – sérstaklega á meðal ungs fólks. Við viljum auka sálfræðiþjónustu fyrir börn í grunnskólum borgarinnar og mæta betur þörfum fólks með fíknivanda. Við viljum fjölga geðheilsustöðvum á borð við þá sem var opnuð í Breiðholti á kjörtímabilinu og styðjum áfram frjáls félagasamtök sem vinna að bættri geðheilsu borgarbúa.Áfram Reykjavík Í komandi kosningum er valið skýrt. Viljum við halda áfram að byggja upp kröftuga, nútímalega borg þar sem enginn verður skilinn eftir og þeir sem þess þurfa fá stuðning og hjálp? Viljum við borg án ofbeldis þar sem jafnrétti, jöfnuður og sjálfbærni eru gildi sem unnið er eftir? Ef svarið er já, þá kjósum við XS og höldum áfram að byggja borg fyrir alla.Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, 2. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun