Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:30 Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þingmaður Pírata segir borgaralaun geta jafnað arðinn af auðlindum sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata fer fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um könnun á kostum borgaralauna og átti í dag sérstakar umræður með forsætisráðherra um málið á þinginu. Lífeyrisgreiðslukerfið svo sem eins og ellilífeyris- og örorkulífeyriskerfið er flókið. Það er bótakerfið einnig eins og til að mynda atvinnuleysisbótakerfið vegna þess að þessi kerfi tengjast öðrum hlutum. Hugmyndin á bak við borgaralaun er meðal annars að einfalda þetta kerfi. En hugmyndafræðin er dýpri og víðtækari og gengur út á leið til skiptingar auðæfanna eftir að tæknivæðing hefur gert fjölda starfa óþörf eða sjálfvirkni tekið við af mannshöndinni. „Megin hugmyndin er að verðmæti náttúruauðlinda sem ekki hafa verið framleidd af neinum en sem fámennur hópur hefur sölsað undir sig ætti að dreifast jafnt til allra. Arðinn af þessum auðlindum sem er í raun sameiginleg eign allra borgara ætti að skattleggja og deila. Þessi arður, eða laun, væru eðlilegur og meðfæddur réttur allra borgara,“ sagði Halldóra. Tilraunir hafi verið gerðar með borgaralaun í ýmsum borgum, svæðum og jafnvel löndum á vissum sviðum. Vildi þingmaðurinn að forsætisráðherra gerði grein fyrir hug sínum til málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki hafi verið settar fram raunhæfar leiðir um fjármögnun. En í samantekt upplýsingaskrifstofu Alþingis árið 2016 hafi kostnaðurinn verið metinn á um tólf hundruð milljarða miðað við 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra,“ segir forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39 Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þingmaður Pírata segir borgaralaun geta jafnað arðinn af auðlindum sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata fer fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um könnun á kostum borgaralauna og átti í dag sérstakar umræður með forsætisráðherra um málið á þinginu. Lífeyrisgreiðslukerfið svo sem eins og ellilífeyris- og örorkulífeyriskerfið er flókið. Það er bótakerfið einnig eins og til að mynda atvinnuleysisbótakerfið vegna þess að þessi kerfi tengjast öðrum hlutum. Hugmyndin á bak við borgaralaun er meðal annars að einfalda þetta kerfi. En hugmyndafræðin er dýpri og víðtækari og gengur út á leið til skiptingar auðæfanna eftir að tæknivæðing hefur gert fjölda starfa óþörf eða sjálfvirkni tekið við af mannshöndinni. „Megin hugmyndin er að verðmæti náttúruauðlinda sem ekki hafa verið framleidd af neinum en sem fámennur hópur hefur sölsað undir sig ætti að dreifast jafnt til allra. Arðinn af þessum auðlindum sem er í raun sameiginleg eign allra borgara ætti að skattleggja og deila. Þessi arður, eða laun, væru eðlilegur og meðfæddur réttur allra borgara,“ sagði Halldóra. Tilraunir hafi verið gerðar með borgaralaun í ýmsum borgum, svæðum og jafnvel löndum á vissum sviðum. Vildi þingmaðurinn að forsætisráðherra gerði grein fyrir hug sínum til málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki hafi verið settar fram raunhæfar leiðir um fjármögnun. En í samantekt upplýsingaskrifstofu Alþingis árið 2016 hafi kostnaðurinn verið metinn á um tólf hundruð milljarða miðað við 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra,“ segir forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39 Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39
Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00
Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00