Segja of seint í rassinn gripið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 9. maí 2018 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. „Fyrst og fremst gerir þetta ekkert fyrir starfsfólkið og það er það sem skiptir máli, þetta snýst um fólkið sem starfar á gólfinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VR er nú þegar búið að færa viðburðinn Fyrirtæki ársins sem halda átti 17. maí í Hörpu. Til stóð að halda jólaball félagsins í húsinu en nú er verið að vinna í að finna því annan stað. Vegna lítils fyrirvara gat félagið hins vegar ekki fært árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna VR annað og það verður í Hörpu á morgun.Sjá einnig: Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Þeir þjónustufulltrúar sem Fréttablaðið náði tali af sögðu að þetta útspil Svanhildar breytti engu um uppsagnir þeirra. „Fyrir mína parta er þetta of seint í rassinn gripið,“ segir Guðrún Jóna H. Hilmarsdóttir. Annar þjónustufulltrúi sem starfað hefur í Hörpu í fimm ár er Guðrúnu sammála. „Að þetta spretti upp núna þegar það er svona mikil reiði finnst okkur fullseint.“ Að sögn þjónustufulltrúans var erfitt að taka þá ákvörðun að segja upp. „Þetta er alveg það seinasta sem við vildum gera því þetta er auðvitað frábær vinna.“ Ragnar segist bera ómælda virðingu fyrir ákvörðun þjónustufulltrúa Hörpu um að segja upp. „Við erum að sýna í verki að við stöndum með þessu starfsfólki og félagsmönnum okkar. Ég er mjög stoltur af þessu fólki fyrir að sýna þessa áræðni og það er mikilvægt að sýna þessu fólki samstöðu bæði í orði og á borði. Ef stéttarfélagið sýnir þessu fólki ekki stuðning þá er fokið í flest skjól.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira
Ósk Svanhildar Konráðsdóttur, forstjóra Hörpu, um launalækkun til fyrra horfs hefur engin áhrif á ákvörðun VR um að hætta viðskiptum við Hörpu. „Fyrst og fremst gerir þetta ekkert fyrir starfsfólkið og það er það sem skiptir máli, þetta snýst um fólkið sem starfar á gólfinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. VR er nú þegar búið að færa viðburðinn Fyrirtæki ársins sem halda átti 17. maí í Hörpu. Til stóð að halda jólaball félagsins í húsinu en nú er verið að vinna í að finna því annan stað. Vegna lítils fyrirvara gat félagið hins vegar ekki fært árlegt kaffisamsæti eldri félagsmanna VR annað og það verður í Hörpu á morgun.Sjá einnig: Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Þeir þjónustufulltrúar sem Fréttablaðið náði tali af sögðu að þetta útspil Svanhildar breytti engu um uppsagnir þeirra. „Fyrir mína parta er þetta of seint í rassinn gripið,“ segir Guðrún Jóna H. Hilmarsdóttir. Annar þjónustufulltrúi sem starfað hefur í Hörpu í fimm ár er Guðrúnu sammála. „Að þetta spretti upp núna þegar það er svona mikil reiði finnst okkur fullseint.“ Að sögn þjónustufulltrúans var erfitt að taka þá ákvörðun að segja upp. „Þetta er alveg það seinasta sem við vildum gera því þetta er auðvitað frábær vinna.“ Ragnar segist bera ómælda virðingu fyrir ákvörðun þjónustufulltrúa Hörpu um að segja upp. „Við erum að sýna í verki að við stöndum með þessu starfsfólki og félagsmönnum okkar. Ég er mjög stoltur af þessu fólki fyrir að sýna þessa áræðni og það er mikilvægt að sýna þessu fólki samstöðu bæði í orði og á borði. Ef stéttarfélagið sýnir þessu fólki ekki stuðning þá er fokið í flest skjól.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 „Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09 Mest lesið Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Innlent Fleiri fréttir „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Umboðsmaður Alþingis ræðst í athugun á blóðmerahaldi Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
„Maður finnur einhvern veginn fyrir smá stéttaskiptingu innan hússins“ Sautján þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum í gærkvöldi vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan að laun forstjórans hækkuðu. Þeir segjast hafa upplifað vanvirðingu og stéttaskiptingu innan hússins. 8. maí 2018 22:09