Hættulegt fyrir umhverfið og lífríkið Jón Kaldal skrifar 9. maí 2018 07:00 Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnarsson fékk að kenna á slíkum meðulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjartsson læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líffræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í áratugi og starfar nú sem framleiðslustjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 prósent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Jón Kaldal Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kunnuglegt stef að það fólk sem stígur fram til varnar náttúru og lífríki Íslands þarf iðulega að sitja undir persónulegum árásum og illmælgi. Ómar Ragnarsson fékk að kenna á slíkum meðulum þegar hann gerðist málsvari hálendisins og Tómas Guðbjartsson læknir hefur þurft að sæta sömu meðferð vegna sinnar stórmerkilegu umhverfisbaráttu. Gunnar Steinn Gunnarsson er á þessum slóðum hér í blaðinu í gær þegar hann veitist að félaga mínum, Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda The Icelandic Wildlife Fund. Gunnar kynnir sig til leiks sem líffræðing en lætur þess ógetið að hann hefur verið viðriðinn laxeldi í áratugi og starfar nú sem framleiðslustjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa. Gunnar skammast yfir starfi Ingólfs sem flugstjóra, en þó eru flugvélar nógu góðar til að fljúga með afurðir fyrirtækis hans á erlendan markað. Þetta er sorglegur tvískinnungur og dæmi um ógöngur sem menn rata í þegar þeir hafa veikan málstað að verja. Grein Gunnars er þar að auki uppfull af ýmsum rangfærslum um ógnina af erfðablöndun eldislax við villta stofna. Sú ógn hefur þegar raungerst í Noregi þar sem 66 prósent villtra stofna hafa skaðast. Kjarni málsins er að tæknin, sem fyrirtæki Gunnars og önnur sjókvíaeldisfyrirtæki nota, er hættuleg náttúru og lífríki. Sjókvíar eru bara netapokar í sjó. Þetta er svo frumstæð og ófullkomin tækni að það sleppur alltaf fiskur úr kvíunum. Spurningin er bara hvenær og í hve miklu magni. Mengunin frá þeim er líka hroðaleg. Skólpið streymir beint frá þeim í sjóinn. Í hverri kví eru um 200 þúsund fiskar. Á botninum fyrir neðan þær myndast fjöll af rotnandi fóðurafgöngum og saur. Og það er meira. Aðbúnaður eldisdýranna er hræðilegur í sjókvíunum eins og við höfum því miður hrikaleg ný dæmi um úr íslensku eldi, bæði fyrir vestan og austan. Í rekstraráætlunum fiskeldisfyrirtækja er beinlínis gert ráð fyrir að 20 prósent eldisdýranna lifi ekki af aðbúnaðinn í kvíunum. Það er grátlegur vitnisburður um þennan iðnað. Það þarf að fara með fiskeldi upp á land. Þar er staðan allt önnur. Skólpið er hreinsað, hægt er að stýra hitastigi í kerjunum þannig að fiskurinn strádrepst ekki úr kulda og svo stafar villtum laxastofnum ekki hætta af fiski sem er alinn á landi, fremur en öðrum lífverum í hafinu. Auðvitað eigum við að taka höndum saman um eldisaðferðir sem eru betri fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sjálf. Annað er stórkostleg tímaskekkja.Höfundur er blaðamaður og félagi í The Icelandic Wildlife Fund
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar