Fiskeldi

Fréttamynd

Hið land­læga fúsk

Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn.

Skoðun
Fréttamynd

„Ham­farir og ekkert annað“

Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár

Eftirlitsmaður Fiskistofu, sem hefur verið að störfum við Haukadalsá í Dalabyggð í dag, taldi hundrað eldislaxa, í neðstu tíu af þrjátíu veiðistöðum í ánni. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um að ræða stærsta tilvik eldislaxa í á, á Íslandi. 

Innlent
Fréttamynd

Í sam­tali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur

Þrír eldislaxar voru veiddir af fulltrúum Stangveiðifélags Reykjavíkur í Haukadalsá í Dalabyggð í nótt. Fiskifræðingur segir neyðarástand ríkja í ánni og kallar eftir því að leyfisveitingum til sjókvíaeldis sé hætt þegar í stað.

Innlent
Fréttamynd

Vara við eldislax í Hauka­dals­á

Íslenski náttúruverndarsjóðurinn varar við strokulax í Haukadalsá og segir að fjöldi stórra laxa allt að 90 sentímetrar að stærð hafi fundist neðarlega í ánni.

Innlent
Fréttamynd

Óskar úr fjar­skiptum í fiskinn

Óskar Hauksson hefur verið ráðinn fjármálastjóri landeldisfyrirtækisins First Water. Greint var frá því í gær að hann hefði óskað eftir starfslokum sem fjármálastjóri Símans eftir fjórtán ára starf. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lægri tollar á sam­keppnis­ríkin veiki stöðuna svo um munar

Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill banna sjókvíaeldi

Mikill meirihluti kjósenda ríkisstjórnarflokkanna er mótfallinn sjókvíaeldi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Um 64 landsmanna eru neikvæð gagnvart sjókvíaeldinu.

Innlent
Fréttamynd

80.000 manna klóakrennsli í Dýra­fjörð í boði Arctic Fish

Í Dýrafirði fyrir vestan hefur Arctic Fish leyfi fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi á laxi. Klóakrennslið sem rennur óhindrað í sjóinn í gegnum netmöskvana frá starfseminni er á við 80.000 manna borg, ef við notum tölur frá Landsambandi fiskeldisstöðva, en reyndar miklu hærra ef miðað er við tölur frá norsku Umhverfisstofnuninni.

Skoðun
Fréttamynd

Fisk­eldi og sam­félagsábyrgð

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Vonast til að hefja slátrun árið 2028

Verkefnastjóri hjá Kleifum fiskeldi segir að ákveðið hafi verið að hægja á áformum um sjókvíaeldi í Eyjafirði á meðan beðið er eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Atvinnuvegaráðherra hafi gefið jákvæð fyrirheit um að burðarþolsmat fari fram á svæðinu en íbúar lýsa áhyggjum vegna lífríkisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stöðvum á­ætlanir um sjókvía­eldi í Eyja­firði!

Það eru blikur á lofti. Í farvatninu eru áform Kleifa ehf. á Ólafsfirði um stórfellt laxeldi í Eyjafirði og á Tröllaskaga. Á ráðstefnu Hringborðs hafs og eldis og Arion banka í byrjun júní á þessu ári lét atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, í veðri vaka að Hafrannsóknarstofnun skyldi hefja vinnu við burðarþolsmat fyrir fiskeldi í sjókvíum í Eyjafirði.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur sjálfur séð eyði­leggingu af völdum botn­vörpu­veiða

Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir mikilvægt að þróa botnvörpuveiðar til að minnka umhverfisáhrif þeirra. Það eigi líka við um aðrar veiðiaðferðir. Hafsvæði sem hafa orðið fyrir tjóni vegna veiða hafi verið lokuð fyrir þeim. Maður sem hefur kvikmyndað botnvörpuveiðar segir þær valda alltof miklu tjóni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Friðum Eyja­fjörð

Atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín Friðriksson, hefur lýst því yfir að framkvæma skuli burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð vegna mögulegrar sjókvíaeldisstarfsemi. Verði burðarþolsmatið samþykkt gæti sjókvíaeldi hafist í Eyjafirði. Einhver hluti íbúa við fjörðinn sáttur, annar hluti ósáttur.

Skoðun
Fréttamynd

Vilja milljarð frá First Water sem hafnar van­efndum

Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum.

Innlent