Eins dags vinnuhópur á að skila tillögum til úrbóta Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 21:23 Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Fulltrúum heilbrigðis- og velferðarráðuneytis, Reykjavíkurborgar og nokkurra stofnana og samtaka hefur verið stefnt saman síðar í þessum mánuði til að finna úrræði til handa börnum sem eiga í vímuefnavanda. Þetta kom fram í svari heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag til þingmanns Samfylkingarinnar sem sagði ótækt að þessi börn væru vistuð í fangaklefa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar það hafa gerst rúmlega tuttugu sinnum á þessu ári að ekki hafi verið hægt að taka á móti börnum í verulegri neyð á Barna- og unglingageðdeild. „Þar af fimmtán sinnum bara í marsmánuði. Hæst virtur heilbrigðisráðherra , þetta er líkt og bráðadeildir landsins segðu við slasaða einstaklinga sem koma þangað með sjúkrabíl að því miður væri bara lokað,“ sagði Helga Vala. Þeirra barna sem ekki kæmust að biði ekkert annað en fangaklefar. Íslensk stjórnvöld yrðu að gera betur og spurði þingmaðurinn hvort einhverjar áætlanir væru uppi sem tækju á þessum bráðavanda. „Ég bið hæstvirtan ráðherra í fyllstu einlægni um að koma ekki með svar um að málið sé í samráðsferli, að drög séu að samtali eða að útboð séu á næsta leyti. Þessi börn eru á vergangi og ég óska skýrra svara,“ sagði Helga Vala. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist þykja leitt að valda þingmanninum vonbrigðum. „Nú er komið að því að Landspítalinn háskólasjúkrahús, Barnaverndarstofa, Umboðsmaður barna, velferðarráðuneytið, Reykjavíkurborg, heilsugæslan, Geðhjálp, Olnbogabörn og SÁÁ munu setjast saman yfir málið. Það er þá væntanlega það sem háttvirtur þingmaður kallar samráðsferli og þykir ekki nógu gott,“ sagði heilbrigðisráðherra. Þessi starfshópur ætti að vinna hratt og væri ekki hugsaður til langs tíma. „Þá myndi þessi hópur setjast yfir á vinnustofu í einn dag núna í lok maí með það verkefni að setja saman tillögur til lausna. Því ég er sammála háttvirtum þingmanni um að þetta er verkefni sem getur ekki beðið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira