Innlent

Bein útsending: Börn á yfirsnúningi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild skólans.
Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild skólans. Háskóli Íslands
Svefn og næring eru tvær af helstu grunnstoðum heilsu ásamt hreyfingu og andlegri vellíðan. Í hádeginu í dag fer fram fyrirlesturinn Börn og unglingar á yfirsnúningi - mikilvægi næringar og svefns fyrir unga Íslendinga. Streymt verður beint frá viðburðinum frá klukkan 12 til klukkan 13 og má fylgjast með útsendingunni í beinni neðst í fréttinni.

Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við Læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild skólans, fjalla um mikilvægi svefns og næringar fyrir börn og ungmenni og innbyrðis tengsl þessara þátta. 



Örvandi drykkir áhyggjuefni

Í erindinu sínu mun Ingibjörg fjalla um mikilvægi næringar, allt frá fósturskeiði til unglingsára, með áherslu á næringarefni sem tengjast þroska barna. Erna Sif fjallar um mikilvægi góðs svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu barna og samspil svefns og líkamsklukku sem hefur mikil áhrif á syfju og „sofnunartíma“

„Farið verður yfir ýmis ráð til að hjálpa börnum og unglingum sem eiga erfitt með að sofna á kvöldin og að vakna snemma á morgnana. Unglingar eiga oft sérstaklega erfitt með þetta vegna náttúrulegrar seinkunar líkamsklukkunnar á þeim árum ævinnar,“ segir Erna Sif.

Ingibjörg segir að hollt mataræði og hæfileg neysla næringarefna sé undirstaða vaxtar og þroska barna.

„Lélegt næringarástand, of- eða vannæring, getur áhrif á getu barna til að læra og áhrifa gætir því mjög víða í samfélaginu. Aukið framboð á drykkjum sem innihalda ýmis örvandi efni er áhyggjuefni.“

Viðburðurinn er hluti af fyrirlestrarröð Háskóla Íslands, Best fyrir börnin. Fundurinn verður í fyrirlestrarsal Veraldar – húss Vigdísar og hefst klukkan 12.

Hægt er að horfa á fyrirlesturinn í beinni í spilaranum hér að neðan:


Tengdar fréttir

Svefn og næring eru grunnstoðir heilsunnar

Svefn og næring eru tvær af helstu grunnstoðum heilsu ásamt hreyfingu og andlegri vellíðan, segja þær Erna Sif Arnardóttir, nýdoktor við læknadeild Háskóla Íslands, og Ingibjörg Gunnarsdóttur, prófessor í næringarfræði við skólann,




Fleiri fréttir

Sjá meira


×