Leikir liðanna hafa verið rosaleg skemmtun og síðasti leikur fór í framlengingu. Þar voru Hafnfirðingar og knúðu fram oddaleik sem verður spilaður klukkan 20.00.
Það er það mikil spenna fyrir leiknum að grínistinn Sóli Hólm hefur seinkað sýningu sinni á Selfossi á miðvikudaginn. Sýningin átti að hefjast klukkan 21 en hefst nú klukkan 22.
„Þar sem að handboltaliðið á Selfossi er að standa sig svona frábærlega er komin upp ákveðin vandræðastaða. Selfoss á leik gegn FH klukkan 20 á miðvikudagskvöld og uppistandið mitt á að byrja klukkan 21,” segir Sóli á Fésbókar-síðu sinni.
„Ég vil ekki verða til þess að fólk þurfi að velja á milli þess að hlæja brjálæðislega eða styðja sína menn til dáða og vil auðvitað að fólk geti sótt báða viðburði.”
Hér að neðan má lesa færslu Sóla í heild sinni en Stöð 2 Sport og Vísir mun fylgjast vel með oddaleiknum á miðvikudag og gera honum góð skil.