Byltingin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. maí 2018 10:00 Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en upphrópanir og innihaldslausa frasa. Það er enginn byltingarandi í kjósendum en byltingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefnasamstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnarkosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjónvarpsumræðum seinna í þessum mánuði. Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhagsmunaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið. Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt að láta sig dreyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Niðurstöður skoðanakannana fyrir kosningar jafngilda sannarlega ekki úrslitum en gefa samt iðulega góða mynd af stemningunni í þjóðfélaginu. Nýlegar skoðanakannanir um fylgi flokka í borginni sýna að kjósendur eru upp til hópa ekki sérlega nýjungagjarnir. Þeir hafa úr nógu að velja en halla sér flestir annaðhvort að Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokki. Hin nýju framboð sem spruttu skyndilega upp eins og gorkúlur eru ekki að sanka að sér fjöldafylgi, enda verður ekki séð að frambjóðendur þeirra hafi mikið fram að færa annað en upphrópanir og innihaldslausa frasa. Það er enginn byltingarandi í kjósendum en byltingartal má samt vissulega greina í kosningabaráttunni. Það einskorðast við forsvarsmenn tveggja flokka sem enginn eftirspurn er eftir, það er að segja Alþýðufylkingarinnar og Sósíalistaflokksins. Í nýjustu skoðanakönnun Gallups mælist fylgi Sósíalistaflokksins um tvö prósent og fylgi Alþýðufylkingarinnar svo lítið að það mælist vart. Ekki er þetta árangur sem hægt er að státa sig af. Furðulegt er síðan af hverju þessir flokkar, sem unna sósíalismanum svo heitt og eiga því málefnasamstöðu, hafi ekki sameinast fyrir borgarstjórnarkosningar. Ef einhver munur er á þessum flokkum, annar en sá að þeir heita ólíkum nöfnum, þá verður það væntanlega útskýrt fyrir þeim fáu áhugasömu í sjónvarpsumræðum seinna í þessum mánuði. Hið æpandi áhugaleysi kjósenda á sósíalískri byltingu kemur engan veginn á óvart. Kjósendur telja það réttilega vera algjöra tímaskekkju að vekja upp vofu Karls Marx, enda vitað að hún hefur ekki skapað mikla gæfu þar sem hún hefur reikað um. Á sama tíma og ljóst er að kjósendur hafa lítinn áhuga á flokkum þar sem farið er með gamla frasa um alþýðu í hlekkjum eru byltingarsinnar innan verkalýðsforystunnar í miklum ham. Ræða Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á 1. maí hefur eflaust hljómað eins og sætasta músík í eyrum þeirra sem láta sig dreyma um byltingu og rauða fána. Formaðurinn boðaði aðgerðir sem ekki hafa sést hér á landi í áratugi. Af máli hans mátti ætla að ekkert yrði gefið eftir í baráttunni við atvinnurekendur (hina illu arðræningja) og ríkisstjórnina (bandalag sérhagsmunaflokka). Einhver myndi kannski freistast til að túlka orð hans einungis sem dæmigert slagorðatal á baráttudegi verkalýðsins, sem ekki ætti að taka of bókstaflega. Formanninum virðist hins vegar vera full alvara. Hann vill skapa upplausn og ringulreið og vera bálreiður og viðskotaillur við samningaborðið. Kjósendur í landinu eru pollrólegir, kannski um of, því áhugi þeirra á komandi kosningum sýnist ekki sérlega mikill. Síst eru þeir á harðahlaupum í faðm flokkanna sem boða sósíalíska byltingu. Ekkert bendir heldur til að þeir líti á byltingarsinna innan verkalýðshreyfingarinnar sem fulltrúa sína. Í staðinn fyrir að reyna að hafa vit fyrir þjóðinni ættu byltingarsinnarnir að spyrja sig: Hvað vill þjóðin? En þeir spyrja ekki því þeir vita að þeim mun ekki líka svarið. Sjálfsagt lifa þeir í þeirri trú að sá tími komi að þjóðin ranki við sér og æpi á byltingu. Það mun ekki gerast. Öllum leyfist samt að láta sig dreyma.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun