Gufurnar Lára G. Sigurðardóttir skrifar 7. maí 2018 07:00 Ef Ingólfur Arnarson væri að velja nafn á höfuðborg Íslands í dag yrði Reykjavík líklega aftur málið. Í stað jarðhitagufu sæi hann manngerða gufu blasa við hvar sem hann stigi fæti niður. Gufan er orðin svo algeng sjón að sumir foreldrar kippa sér ekki upp við það þótt börnin þeirra séu orðin háð henni. Segja að það sé mun betra en ef þau væru að reykja sígarettur. En það sem gleymist oft er að síðustu ár voru reykingar hverfandi meðal barna – þangað til gufan barst til landsins. Það er nefnilega hægt að selja okkur allan fjandann. Árið 1950 var okkur selt að það væri hollt að reykja sígarettur og árið 1980 að ljósabekkjaböð væru heilsusamleg. Það tók vísindin hálfa mannsævi að sanna að hvort tveggja veldur krabbameini. Því spyr maður, ætlum við að læra af þessari reynslu? Það verður ekki fyrr en eftir 40 ár sem við sönnum hvaða áhrif rafsígarettur hafa á líkamann – þó vitum við nú þegar að þær geta innihaldið efni sem valda krabbameini. Fyrir utan óvissuna um hvort barn hljóti lífshættulegan sjúkdóm af gufunni, þá á barn sem verður þræll gufunnar eftir að upplifa mikla vanlíðan sem tengist fráhvörfum: örvæntingu, óþolinmæði, reiði, leiða, kvíða, óróleika, svefntruflunum, martröðum, skorti á einbeitingu, eirðarleysi, hausverk, þreytu og jafnvel þunglyndi. Hver vill að barn sitt þurfi að þola slíkt? Þá tvo mánuði sem ég hef dvalist í Kaliforníu hef ég ekki séð eina manneskju með rafsígarettu. Og það sést heldur enginn reykja. Ballið er búið hérna. Fólk kýs betri lífsgæði fyrir sig og börnin sín. Á meðan gýs gufan upp á hverju horni í Reykjavík, sennilega meiri gufa en þegar Ingólfur nam land 874. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ef Ingólfur Arnarson væri að velja nafn á höfuðborg Íslands í dag yrði Reykjavík líklega aftur málið. Í stað jarðhitagufu sæi hann manngerða gufu blasa við hvar sem hann stigi fæti niður. Gufan er orðin svo algeng sjón að sumir foreldrar kippa sér ekki upp við það þótt börnin þeirra séu orðin háð henni. Segja að það sé mun betra en ef þau væru að reykja sígarettur. En það sem gleymist oft er að síðustu ár voru reykingar hverfandi meðal barna – þangað til gufan barst til landsins. Það er nefnilega hægt að selja okkur allan fjandann. Árið 1950 var okkur selt að það væri hollt að reykja sígarettur og árið 1980 að ljósabekkjaböð væru heilsusamleg. Það tók vísindin hálfa mannsævi að sanna að hvort tveggja veldur krabbameini. Því spyr maður, ætlum við að læra af þessari reynslu? Það verður ekki fyrr en eftir 40 ár sem við sönnum hvaða áhrif rafsígarettur hafa á líkamann – þó vitum við nú þegar að þær geta innihaldið efni sem valda krabbameini. Fyrir utan óvissuna um hvort barn hljóti lífshættulegan sjúkdóm af gufunni, þá á barn sem verður þræll gufunnar eftir að upplifa mikla vanlíðan sem tengist fráhvörfum: örvæntingu, óþolinmæði, reiði, leiða, kvíða, óróleika, svefntruflunum, martröðum, skorti á einbeitingu, eirðarleysi, hausverk, þreytu og jafnvel þunglyndi. Hver vill að barn sitt þurfi að þola slíkt? Þá tvo mánuði sem ég hef dvalist í Kaliforníu hef ég ekki séð eina manneskju með rafsígarettu. Og það sést heldur enginn reykja. Ballið er búið hérna. Fólk kýs betri lífsgæði fyrir sig og börnin sín. Á meðan gýs gufan upp á hverju horni í Reykjavík, sennilega meiri gufa en þegar Ingólfur nam land 874.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun