FH var tveimur mörkum undir er um mínúta var eftir af leiknum en snéri við taflinu og náðu að jafna. Í framlengingunni voru svo heimamenn sterkari og unnu að lokum.
Gísli Þorgeir Kristjánsson dró FH-liðið á herðum sér oft á tíðum í leiknum en hann endaði með að skora átta mörk. Það var ekki eina sem hann var að gera.
Hann setti einnig met í gagnagrunni HBStatz því enginn hefur gefið jafn margar stoðsendingar og Gísli í kvöld en HBStatz hefur tekið saman tölfræði úr öllum leikjum Olís-deildarinnar í vetur.
Gísli gerði sér lítið fyrir og gaf fjórtán stoðsendingar auk þess að skapa þrjú önnur færi sem bjuggu ekki til mark. Fjórtán stoðsendingar er met í einum og sama leiknum.
FH og Selfoss þurfa því að mætast á nýjan leik á miðvikudaginn í hreinum úrslitaleik hvort liðið mætir ÍBV í úrslitaleiknum. Gísli yfirgefur FH í sumar og gengur í raðir Kiel.
Skoða má tölfræðina úr leiknum hér.
Rólegur Gísli Þorgeir 14 stoðsendingar! Met hjá HBStatz í einum leik#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @FH_Handbolti
— HBStatz (@HBSstatz) May 5, 2018