Ótækt að setja kvóta á mannréttindi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2018 19:30 Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur. Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira
Mannréttindalögfræðingur segir ótækt að kvóti sé settur á notendastýrða persónulega aðstoð, eða NPA þjónustu fyrir fatlað fólk. Nýsamþykkt lög gera ráð fyrir að áttatíu manns geti fengið þjónustuna í dag. Formaður NPA miðstöðvarinnar segir að mun fleiri vilji nýta hana. NPA miðstöðin stóð fyrir hátíðarfögnuði á Nauthóli í dag í tilefni af Evrópudegi um sjálfstætt líf. Nýsamþykkt lög um notendastýrða persónulega aðstoð eða NPA lögin voru ofarlega á baugi en formaður miðstöðvarinnar segir mikið öryggi felast í þeim. „Að það sé ekki sett í uppnám á hverju ári hvort maður fái aftur samning og hvort maður fái að lifa sjálfstæðu lífi áfram," segir Rúnar Björn Þorkelsson, formaður NPA miðstöðvarinnar. Hann segir marga bíða eftir samning. „Við vitum um allavega svona 70 manns sem að sveitarfélögin vita af og mig grunar að sá hópur gæti verið allavega svona 50% stærri en það. Þannig að þetta séu svona 100 manns sem séu að bíða," segir hann.Katrín Oddsdóttir lögfræðingur.Rúmlega 50 einstaklingar nota þjónustuna í dag og fá þar með að lifa sjálfstæðu lífi. Þau ráða hver veitir þjónustuna, hvenær og hvernig. Fjármálaáætlun gerir ráð fyrir að samningarnir geti orðið áttatíu á þessu ári og fjölgi á næstu árum. Miðað við biðlistann sem Rúnar nefnir er ljóst að margir þurfa áfram að bíða. Lögfræðingur segir ótækt að setja kvóta á mannréttindi. „Við getum ekki sagt að þessi einstaklingur fái fullan rétt, þessi einstaklingur fái fullan rétt til sjálfstæðs lífs og að geta lifað með mannlegri reisn. En þessi hins vegar; hann sótti um aðeins seinna, býr í öðru sveitarfélagi eða peningurinn kláraðist áður en hann komst að, þannig að því miður við segjum nei við hann," segir Katrín Oddsdóttir lögfræðingur. NPA miðstöðin veitti Guðmundi Steingrímssyni fyrrverandi þingmanni heiðursverðlaun fyrir að hafa stuðlað að framgangi málsins en árið 2010 lagði hann fram þingsályktunartillögu um að NPA yrði eitt meginþjónsuformið fyrir fatlaða. „Næsta skref er að gera það að algjörri jaðarhugmynd í þjónustu við fatlað fólk að fatlað fólk eigi að vera inni á stofnunum. Fötluðu fólki býðst sjálfstætt líf, það er grunnmannréttindi og það á bara að útbreiða það," segir Guðmundur.
Mest lesið Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Sjá meira