Þessi efnilegi Valsari var í stóru hlutverki hjá sínu liði sem hafnaði í þriðja sæti deildarinnar og komst svo alla leið í lokaúrslitaeinvígi úrslitakeppninnar gegn Haukum, sem Hafnfirðingar unnu í oddaleik.
Dagbjört Dögg spilaði að meðaltali tæpar 24 mínútur í leik fyrir Val í vetur og var með 6 stig og 3,2 fráköst að meðaltali í leik.
Mistök urðu við vinnslu fréttar í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi og röng mynd sett við nafn Dagbjartar Daggar. Beðist er velvirðingar á mistökunum en rétt mynd birtist hér fyrir neðan.
