Indverskar borgir þær menguðustu á jörðinni Kjartan Kjartansson skrifar 3. maí 2018 07:37 Útblástur frá bifreiðum og mengun frá byggingarsvæðum á ekki síst þátt í menguninni í Nýju Delí. Vísir/AFP Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi eftir að kínversk yfirvöld gripu til aðgerða til að draga úr loftmengun samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti og um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum mengunar í lofti.Greining WHO nær til borgar með fleiri en fjórtán milljónir íbúa frá árinu 2010 til 2016. Höfuðborgarsvæði Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, er næstmengaðasta borgin með tilliti til stærra svifryks (PM10), og Dakka, höfuðborg Bangladess, í því þriðja. Önnur indversk stórborg, Múmbaí, er í fjórða sætinu. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Flest dauðsföllin af völdum loftmengunar eru í Asíu og Afríku. Þar af látast 3,8 milljónir manna vegna lélegra loftgæða innandyra af völdum lélegrar eldunaraðstöðu. Það er sagt sérstaklega mikið vandamál á Indlandi. Mengunin leiðir til ýmissa sjúkdóma eins og hjartaáfalla, hjartasjúkdóma, lungnakrabbameins og öndunarfærasjúkdóma og sýkinga.Aðgerðirnar hafa bitnað á snauðu fólki Kínverska borgin Beijing er nú í fimmta sæti en hefur lengi verið talin ein mengaðasta borgin á jörðinni. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða eins og að loka eða breyta verksmiðjum og draga úr kolanotkun til að létta á mengunarskýjunum sem hafa legið yfir mörgum borgum þar. Hreinsun loftsins þar er þó hafa kostað sitt. Þannig hafi fátæku fólki verið bannað að nota kol til að ylja sér að vetri eða það misst vinnuna. WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum. Bangladess Indland Umhverfismál Tengdar fréttir Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32 Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Nýja Delí á Indlandi er mengaðasta stórborg í heimi eftir að kínversk yfirvöld gripu til aðgerða til að draga úr loftmengun samkvæmt greiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti og um sjö milljónir manna deyja árlega af völdum mengunar í lofti.Greining WHO nær til borgar með fleiri en fjórtán milljónir íbúa frá árinu 2010 til 2016. Höfuðborgarsvæði Kaíró, höfuðborgar Egyptalands, er næstmengaðasta borgin með tilliti til stærra svifryks (PM10), og Dakka, höfuðborg Bangladess, í því þriðja. Önnur indversk stórborg, Múmbaí, er í fjórða sætinu. Indverskar borgir eru einnig í sérflokki hvað varðar fínna svifryk (PM2,5). Fjórtán af fimmtán menguðustu borgunum í þeim flokki eru á Indlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Flest dauðsföllin af völdum loftmengunar eru í Asíu og Afríku. Þar af látast 3,8 milljónir manna vegna lélegra loftgæða innandyra af völdum lélegrar eldunaraðstöðu. Það er sagt sérstaklega mikið vandamál á Indlandi. Mengunin leiðir til ýmissa sjúkdóma eins og hjartaáfalla, hjartasjúkdóma, lungnakrabbameins og öndunarfærasjúkdóma og sýkinga.Aðgerðirnar hafa bitnað á snauðu fólki Kínverska borgin Beijing er nú í fimmta sæti en hefur lengi verið talin ein mengaðasta borgin á jörðinni. Yfirvöld í Kína hafa gripið til aðgerða eins og að loka eða breyta verksmiðjum og draga úr kolanotkun til að létta á mengunarskýjunum sem hafa legið yfir mörgum borgum þar. Hreinsun loftsins þar er þó hafa kostað sitt. Þannig hafi fátæku fólki verið bannað að nota kol til að ylja sér að vetri eða það misst vinnuna. WHO hvetur indversk stjórnvöld engu að síður til þess að feta í fótspor Kínverja þar sem stjórnvöld hafi tekið mengunina föstum tökum.
Bangladess Indland Umhverfismál Tengdar fréttir Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32 Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17 Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01 Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Lítið gengur að ráða við loftmengun á Indlandi Mengunin er svo mikil yfir Nýju-Delí að krikketleikmenn hafa ælt á miðjum vellinum. 6. desember 2017 14:32
Loftmengunin í Delí á við að reykja fimmtíu sígarettur á dag „Þeir ná ekki andanum,“ segir læknir á sjúkrahúsi í Delí um lungnasjúklingana sem nú fylla gjörgæsludeildir. 8. nóvember 2017 12:17
Köstuðu látlaust upp meðan á leiknum stóð Gríðarleg loftmengun varð þess valdandi að leikmenn krikketliða Indlands og Sri Lanka þurftu ítrekað að stöðva leikinn til þess að kasta upp. 3. desember 2017 22:01
Vara skólastjórnendur í borginni við loftmengun Áfram er gert ráð fyrir lélegum loftgæðum nærri umferðaræðum í höfuðborginni í dag. 28. nóvember 2017 12:09