Samkeppnismál í ójafnvægi Ásta S. Fjeldsted skrifar 3. maí 2018 07:00 Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Dettifoss: Lokað! Baldvin Esra Einarsson Skoðun Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun