Samkeppnismál í ójafnvægi Ásta S. Fjeldsted skrifar 3. maí 2018 07:00 Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun