Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sprungin vegna íbúafjölgunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 19:30 Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. Íbúum hefur fjölgað látlaust á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra fjölgaði þeim um 7,4 prósent en til samanburðar var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu um 2,6 prósent. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta reyna á innviði og telur leggja þurfi aukna áherslu á stofnanir ríkisins á svæðinu; líkt og lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ríkisstofnanir eru ekki kannski að fá nægilega miklar fjárveitingar til að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnunin hafi orðið verst úti. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna. Fleira fólk til starfa," segir Kjartan.Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur undir þetta og segir þjónustuþörfina hvergi hafa aukist meira. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið. Get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina og heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við," segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þurfi aukið fjármagn til að stækka húsnæðið og ráða starfsfólk. Ráðningar strandi þó ekki einungis á fjármagni þar fólk hefur ekki fengist til starfa. Til stóð að halda úti fæðingarþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingarstörf. Halldór segir ástandið hafa leitt til biðlista og að fólk sé jafnvel farið að leita út fyrir sveitarfélagið í læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða né nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt," segir Halldór. Heilbrigðismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja heldur ekki í við mikla fólksfjölgun á svæðinu að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Forstjóri segir húsnæðið vera sprungið og að biðlistar eftir þjónustu séu of langir vegna manneklu. Íbúum hefur fjölgað látlaust á Suðurnesjum á síðustu árum. Í fyrra fjölgaði þeim um 7,4 prósent en til samanburðar var fjölgunin á höfuðborgarsvæðinu um 2,6 prósent. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta reyna á innviði og telur leggja þurfi aukna áherslu á stofnanir ríkisins á svæðinu; líkt og lögreglu og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ríkisstofnanir eru ekki kannski að fá nægilega miklar fjárveitingar til að halda í við þennan gríðarlega fjölda sem hefur bæst við hjá okkur," segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Heilbrigðisstofnunin hafi orðið verst úti. „Það vantar fleira fólk þangað, það vantar fjárveitingar og fleiri lækna. Fleira fólk til starfa," segir Kjartan.Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja tekur undir þetta og segir þjónustuþörfina hvergi hafa aukist meira. „Það eru fjölmargar einingar hér sem hafa sprengt af sér húsnæðið. Get nefnt eins og slysa- og bráðadeildina og heilsugæsluna í heild sinni líka. Það er þröngt um mjög marga og ekki möguleiki lengur að bæta við," segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Stofnunin þurfi aukið fjármagn til að stækka húsnæðið og ráða starfsfólk. Ráðningar strandi þó ekki einungis á fjármagni þar fólk hefur ekki fengist til starfa. Til stóð að halda úti fæðingarþjónustu í sumar en enginn fékkst í afleysingarstörf. Halldór segir ástandið hafa leitt til biðlista og að fólk sé jafnvel farið að leita út fyrir sveitarfélagið í læknisþjónustu. „Sérstaklega í heilsugæslu eru langir biðlistar. Það er hvorki næg aðstaða né nægur mannafli til þess að geta afgreitt þessa þjónustu nógu hratt," segir Halldór.
Heilbrigðismál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Löreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Sjá meira