Meira og virkara lýðræði: Betri Reykjavík, betra samfélag Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 1. maí 2018 10:30 Gangir þú um Hljómskálagarðinn blasir við þér, rétt við sjálfan skálann, skilti þar sem kynnt er bygging nýrrar vaðlaugar. Vaðlaugin er eitt þeirra fjölmörgu góðu verkefna sem komu út úr þátttökufjárhagsáætlunarkerfinu „Hverfið mitt“ þetta árið. Í nóvember síðastliðnum voru kosnar til framkvæmda 76 tillögur og er fjöldi þeirra nú þegar vel á veg kominn.Borgararnir taki þátt í fjárhagsgerð„Þátttökufjárhagsáætlanagerð“ er sennilega bæði óþjált og nýtt orð fyrir flesta, en hugmyndin sem býr þar að baki er sú að ákvarðanir um hvernig fé úr sameiginlegum sjóðum er varið til nýframkvæmda og viðhalds verði betri ef almenningur tekur beinan þátt í ákvörðunartökuferlinu. Í stað þess að ákvarðanirnar séu teknar miðlægt af fáum er valdinu dreift og opnað borgarbúum. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2010 og hefur verið í sífelldri þróun og mótun og verður betra og skilvirkara ár frá ári. Samhliða því hefur þátttaka borgarbúa aukist jafnt og þétt. Nú á að efla verkefnið enn frekar með því að auka samvinnu starfsmanna borgarinnar með þeim sem senda inn hugmyndir, þróa þær betur og laga að því lagaumhverfi sem borgin er bundin af.Styrkjum lýðræðiðFólk er hins vegar flest enn óvant því að taka beinan þátt í ákvarðanatöku. Við þurfum því að finna fleiri og fjölbreyttari leiðir fyrir fólk til þess að taka þátt og til þess að láta rödd sína heyrast. Við þurfum að styrkja beint lýðræði og skapa fleiri vettvanga þar sem fólk getur tekið þátt í ferlinu. Þannig mætti t.d. nota rökræðukannanir eða íbúaþing til þess að komast að niðurstöðum í flóknum málum og formgera mætti með betri hætti hvernig safna má undirskriftum til þess að hafa aðkomu að einstökum málum í borgarkerfinu. Við verðum stöðugt að leita leiða til þess að auka og styrkja lýðræðislega ferla. Við þurfum að huga að því að mjög misjafnlega er gefið í möguleikum fólks til þátttöku, hvort sem það er við kosningu á vefnum eða á borgarafundum eða öðrum samkomum. Langir vinnudagar, aðgengistakmarkanir, hvort sem þær felast í tungumálahindrunum, aðgengi fyrir fatlaða eða takmarkaðrar tæknikunnáttu er eitthvað sem við verðum alltaf að huga að.Stjórnkerfi fyrir samfélagiðVið þurfum að stefna frá þeirra ásýnd að stjórnkerfið sé svartur kassi frá hverjum flæða ákvarðanir og byggja hér þess í stað stjórnkerfi sem byggist á virku samtali, þar sem raddir okkar allra fá að heyrast. „Hverfið mitt“ hefur verið liður í þeirri vegferð, en við þurfum að nýta okkur fleiri aðferðir, sem bæði hafa fengið reynslu hérlendis og erlendis, til þess að borgarfulltrúar geta skilað valdinu aftur til þeirra sem valdið eiga. Þannig byggjum við upp stjórnkerfi sem endurspeglar samfélagið sem það á að þjóna.Höfundur situr í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og skipar 6. sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Kosningar 2018 Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Gangir þú um Hljómskálagarðinn blasir við þér, rétt við sjálfan skálann, skilti þar sem kynnt er bygging nýrrar vaðlaugar. Vaðlaugin er eitt þeirra fjölmörgu góðu verkefna sem komu út úr þátttökufjárhagsáætlunarkerfinu „Hverfið mitt“ þetta árið. Í nóvember síðastliðnum voru kosnar til framkvæmda 76 tillögur og er fjöldi þeirra nú þegar vel á veg kominn.Borgararnir taki þátt í fjárhagsgerð„Þátttökufjárhagsáætlanagerð“ er sennilega bæði óþjált og nýtt orð fyrir flesta, en hugmyndin sem býr þar að baki er sú að ákvarðanir um hvernig fé úr sameiginlegum sjóðum er varið til nýframkvæmda og viðhalds verði betri ef almenningur tekur beinan þátt í ákvörðunartökuferlinu. Í stað þess að ákvarðanirnar séu teknar miðlægt af fáum er valdinu dreift og opnað borgarbúum. Verkefninu var hleypt af stokkunum árið 2010 og hefur verið í sífelldri þróun og mótun og verður betra og skilvirkara ár frá ári. Samhliða því hefur þátttaka borgarbúa aukist jafnt og þétt. Nú á að efla verkefnið enn frekar með því að auka samvinnu starfsmanna borgarinnar með þeim sem senda inn hugmyndir, þróa þær betur og laga að því lagaumhverfi sem borgin er bundin af.Styrkjum lýðræðiðFólk er hins vegar flest enn óvant því að taka beinan þátt í ákvarðanatöku. Við þurfum því að finna fleiri og fjölbreyttari leiðir fyrir fólk til þess að taka þátt og til þess að láta rödd sína heyrast. Við þurfum að styrkja beint lýðræði og skapa fleiri vettvanga þar sem fólk getur tekið þátt í ferlinu. Þannig mætti t.d. nota rökræðukannanir eða íbúaþing til þess að komast að niðurstöðum í flóknum málum og formgera mætti með betri hætti hvernig safna má undirskriftum til þess að hafa aðkomu að einstökum málum í borgarkerfinu. Við verðum stöðugt að leita leiða til þess að auka og styrkja lýðræðislega ferla. Við þurfum að huga að því að mjög misjafnlega er gefið í möguleikum fólks til þátttöku, hvort sem það er við kosningu á vefnum eða á borgarafundum eða öðrum samkomum. Langir vinnudagar, aðgengistakmarkanir, hvort sem þær felast í tungumálahindrunum, aðgengi fyrir fatlaða eða takmarkaðrar tæknikunnáttu er eitthvað sem við verðum alltaf að huga að.Stjórnkerfi fyrir samfélagiðVið þurfum að stefna frá þeirra ásýnd að stjórnkerfið sé svartur kassi frá hverjum flæða ákvarðanir og byggja hér þess í stað stjórnkerfi sem byggist á virku samtali, þar sem raddir okkar allra fá að heyrast. „Hverfið mitt“ hefur verið liður í þeirri vegferð, en við þurfum að nýta okkur fleiri aðferðir, sem bæði hafa fengið reynslu hérlendis og erlendis, til þess að borgarfulltrúar geta skilað valdinu aftur til þeirra sem valdið eiga. Þannig byggjum við upp stjórnkerfi sem endurspeglar samfélagið sem það á að þjóna.Höfundur situr í Stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og skipar 6. sæti á framboðslista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun