Í síðasta þætti af Pepsimörkunum fengum við einstaka innsýn inn í lífið á bak við tjöldin þegar fylgst var með Óla Stefáni Flóventssyni, þjálfara Grindavíkur, á leikdegi gegn KR síðastliðinn laugardag.
Sýnt var frá liðsfundi Grindvíkinga þar sem farið var yfir andstæðinginn, KR, og hvernig Grindavík ætlaði að spila á móti þeim. Athygli vakti að Óli Stefán talaði ensku á fundinum, en mikið af leikmönnum Grindavíkur eru erlendir.
Við fengum aðeins brot af efninu í Pepsimörkunum en allt innleggið er nú komið á Vísi og má sjá það hér í fréttinni.
KR og Grindavík gerðu 1-1 jafntefli. Grindavík mætir Víkingi í Víkinni í fjórðu umferðinni í kvöld á sama tíma og KR tekur á móti Breiðabliki. Báðir leikir verða í beinni textalýsingu hér á Vísi. Pepsimörkin verða svo á dagskrá annað kvöld klukkan 21:15.
Sjáðu eldræðu Óla Stefáns þegar Pepsimörkin fóru bak við tjöldin í Grindavík
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn



„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


